Inn og út, það er málið

Um daginn var ég að opna hurð.  Opna oft hurðar og kemst vel í gegn um hurðaropið án nokkurra vandræða.  En, um daginn opnaði ég hurðina sem er úr áli ( þessa sem er í ljósopinu ) og renndi henni yfir stóru tássluna mína sem varð til þess að ég nældi mér í reynsluör.  Er enn aum í tásslunni sem dafnar vel þrátt fyrir þramm um strendurnar.  Verra er með þá inngrónu sem er pirruð út í kerlinguna fyrir að hugsa ekki nóg um sig.

Væri til í að fara í dekur.  Skella mér í nudd og gufu og ísbað og hafa góða vinkonu með mér.  Vera saman tvær í þvílíku dekri, nuddi og þukli ( svona eins og siðferðið leyfir )  Eyða heilum degi í góðum félagsskap og gæða sér á einhverju grennandi eftir meðferðina!

En, hér sit ég með kaffibolla og súkkulaði húðaðar oreo kex kökur ..... LoL  hugsa um eitthvað voða kósý og næri sálina með hvítu súkkulaði og rjúkandi kaffi.

Þarf að vakna klukkan 05:00 svo það er best að halla sér og ná sex tímum eða svo ef það klikkar þá verður það eitthvað annað sex eða bara sjö!

Knús inn í nóttina og bestu kveðjur til ykkar allra frá vini okkar Búdda.  Búddinn minn þú færð fingurkoss sem ég puðra út í loftið Kissing ....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Stundum stend ég fyrir utan hurðir og skil ekkert í því að þær opnist ekki! Átta mig svo á því fyrir rest að þetta sé ekki vegna þess að ég hafi svona lítinn persónuleika heldur það að það sé enginn skynjari á þeim. Þá lít ég flóttalega í kringum mig og vona að enginn hafi séð aulaganginn.........

Hrönn Sigurðardóttir, 29.1.2008 kl. 22:21

2 identicon

ÆJJ en vont! Og inngróin með því!
Vona þú gefir þér tíma í dekur... ef ekki þá skal ég draga þig þó síðar verði  -júnóvenn!!!
Hjúts knús á þig

Elín (IP-tala skráð) 29.1.2008 kl. 22:39

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Æ, inngróin tánögl er ógeð. En hvernig er það, er sendingin ekkert að skila sér? Þetta áttu að vera 3-6 dagar, hefur vonandi ekki týnst. En ég brenni það þá bara aftur.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 29.1.2008 kl. 23:58

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þekki þetta með nöglina, við mæðgur tölum um að fara í svona tásuhúðhuggu. það er ekki langt að fara, í heimahúsi hérna uppi á munkedammen er kona sem gerir svona, tja, með vorinu !

Bless kæra kona

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.1.2008 kl. 07:15

5 identicon

Njótið ykkar í góða veðrinu á ströndinni, þú og tásan.

Var ég búin að segja þér að hér er hörkugaddur framundan

Tásuknús

Nilla naglaklippa (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 11:37

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Kaffi mmm ég er farinn að hella uppá.

Sporðdrekinn, 30.1.2008 kl. 15:03

7 Smámynd: Lena pena

Væri svo til í nudd, dekur og dúllerí með öllu tilheyrandi Jolly_0561:9526



Lena pena, 30.1.2008 kl. 20:39

8 Smámynd: Lena pena

Hehehe sorry með allar athugasemdirnar...ég er nebbilega nýbúin að uppgötva þessa broskalla...en þú mátt alveg taka út fyrstu athugasemdina ef að þú vildir vera svo væn

Lena pena, 30.1.2008 kl. 20:45

9 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú er svo elskuleg elsku Þórdís mín en ég er í sjúkraþjálfun en ég hef ekki geta það í nokkur tíma en samt gott að fara í smá dekur kær kveðja til þín.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.1.2008 kl. 23:34

10 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Inngróin tánögl er miklu betri en slæmur eiginmaður, þú getur látið laga nöglina en það getur tekið á að losna við glataðan sambýling.   Knús á þig kæra kona

Ásdís Sigurðardóttir, 31.1.2008 kl. 01:28

11 Smámynd: Margrét M

aumingja táslan

Margrét M, 31.1.2008 kl. 09:05

12 Smámynd: Ólafur fannberg

tásluinnlitskvitt

Ólafur fannberg, 31.1.2008 kl. 10:23

13 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Táslu batastraumar og knús á þig :)

Vatnsberi Margrét, 31.1.2008 kl. 12:07

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Nudd, dekur og dúllerí hljómar eins og himnaríki. Veistu það er spáð 15 stiga frosti á morgun hérna og hávaðarok í kvöld. Ég dey!  ...er ekki gerð fyrir þetta loftslag

Marta B Helgadóttir, 31.1.2008 kl. 13:31

15 Smámynd: Hugarfluga

Þól og þumar....það er það sem mig vantar.

Góðan bata, ljúfust. 

Hugarfluga, 31.1.2008 kl. 15:28

16 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 1.2.2008 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband