10.4.2006 | 20:19
Madrid er græn borg !
Með sanni er Madrid græn höfuðborg í blóma vorsins. svalir morgnar og hlýjir dagar. Undarlegur staður í miðju heims þar sem gott er að vera, þar sem við mót er yndislegt og allir viðbúnir til að gefa þér ljúfan dag.
Konur frá norðurlöndum eru í víkingabrynjum og hafa fælt hinn latneska "machista" hinn sanna karlmann rembunnar, sem íslenskar valkyrjur hafa barið niður í hinum meðal íslenska karlmanni. Við búum við jafnrétti, við þær sem höfum norðlenskt blóð í æðum og roða fylkingarinnar í kinnum. Nú til dags leitar hinn almenni spænski karlmaður að konum frá öðrum löndum. Þær sænsku eru ekki lengur í tísku þrátt fyrir ljósa lokka og þess þá heldur íslensku frekjurnar sem ólust upp við rauðsokkumjólkina! Í dag leitar hinn sanni latneski karlmaður móður sinnar í konum frá suður ameríku sem að sama skapi leita betra lífs í Evrópsku landi!
Burt séð frá latneskum drengjum og norðlenskum meyjum sem vaða upp kantin þá fær Madrid góða dóma. Ég mæli með heimsókn í nafla alheims. Það er aldrei að vita nema að eitthvað óvænt gerist, í það minnsta er hægt að njóta góðs matar, leikhúss sýninga og dreipa á gleði heimsins.
Án efa borg til að skoða!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.