Blómstrandi Jukka og sitthvað ...

Sælan er sæt á bragðið.  Þegar ljósið skín í kjöltu þína og þú iljar hendur þínar með geislum sólar.  Lífið heldur áfram á sinn einlæga hógværa máta, þar sem hvorki upphaf né endir ná að varpa skuggum sínum.  Ilmurinn er það sem vit þín nema ....

Sítrus ilmur, ilmurinn minn

Kjéddlingin með sítrusilminn sinn

Dagurinn hefur verið góður hjá tengdó og nutum við okkar öll á sinn háttinn .... fórum í sundlaugina og sólin skein eins og hún ætti ekki aðra viðveru.  Sólin elskar okkur og við elskum sólina.

Krakkarnir okkar og Niko í sundlauginni

Sundlaugin er vatnslaus það væri náttúrulega ekkert vit í að baða sig í köldu vatninu.  Sólin iljar okkur og vermir en um leið og hún fer í kúrinn kólnar svo um munar!

Dagur að kvöldi komin, Nikó kisukrútt var alsæll og stillti sér upp, svo fallegur þessi elska.

Niko kisustrákur

Þessi kisustrákur er voðalega kelinn.

En, að gróðrinum þá sagði ég ykkur frá blómálfunum mínum sem ákváðu að fylgja mér á milli húsa.  Þeir bjuggu sér stað í jukkunni og komu sælir á nýja staðinn.  Ég lofaði að setja inn mynd af blómstrandi jukku þar sem að fæstir höfðu heyrt eða séð svoleiðis fyrirbrigði.  Kæru vinir, nú er jukkan mín að fríka út.  Er að blómstra að nýju og mæ dog sko, ilmurinn sem kemur af þessum blómum í blóma er hreint yndislegur.  Ég er sem sagt búin að koma mér upp Jukku sem blómstrar á 4 mánaða fresti ..... henni líður vel og blómálfunum sem hvísla að mér sögum á kvöldin líður greinilega vel líka. 

Blómstrandi Jukka

Hvað vilja blómálfarnir segja mér núna?  Bleikur knúbburinn breytist í hvít og vel ilmandi blóm sem ég mun að sjálfsögðu taka myndir af.  Ég held að blómálfarnir sakni hjalsins í okkur en fuglarnir okkar kjafta við þessa engla eins og ekkert væri takmarkið.

Njótið lífsins og þess að vera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Flott nýja klippingin þín "kjéddling"

Elska svona hamingjufærslur...........

Hrönn Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalega ertu falleg á nýjustu myndinni af þér.  Kisa er líka algjört krútt. Hafðu það gott mín kæra vina.

Ásdís Sigurðardóttir, 3.2.2008 kl. 21:06

3 Smámynd: Hugarfluga

Á það kannski á hættu að hljóma weird, en segi það samt. Þú ert svo mikil kona, Þórdís. Svo flott kona. Bæði innávið og útávið. Flottust.

Hugarfluga, 3.2.2008 kl. 22:08

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið ert þú falleg með litlu kisu.Æi þú ert yndisleg elsku Þórdís mín og svo fallegar myndir.Þú ert mitt goð.

Kristín Katla Árnadóttir, 3.2.2008 kl. 22:36

5 Smámynd: Svava frá Strandbergi

þú ert sæt á myndinni og kisinn er dúlla. Ég á ellefu ára gamla jukku, sem reis upp frá dauðum á páskadagsmorgun en hún hefur ekki blómstrað enn.

Svava frá Strandbergi , 3.2.2008 kl. 22:54

6 Smámynd: Sporðdrekinn

mmmm sítrónuilmur svo frískandi.

Sporðdrekinn, 4.2.2008 kl. 04:36

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Solla Guðjóns, 6.2.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband