Sem dagar líða orðin ljóð ...

.... hugsanir blíva og ástaróð.  Dagar líða með birtuskil, lífsins óður er þinn, minn blíði, einstaki hróður. 

Undir niðri

Svona erum við ......... flest

Þegar við stöndum frammi fyrir því að þurfa að gera hlutina, þurfa að vera til staðar, þurfum að sýna nærveru okkar.  Margar ástæður geta legið á baki þess að þurfa.

Burt séð frá því að þurfa þá bregðumst við líka við og stundum bregðumst við seint og ílla.

Það er til lag sem heitir "como una ola" mér þætti gaman að syngja það fyrir ykkur og ég veit að ég mun syngja það fyrir ykkur einhvern tímannn ..... (ísl. þýðing er "Eins og alda") ........ Elska alveg þessa tónlist sem Rocio heitin söng, hreinlega elska þessa tónlist og það segir mér bara það sem ég veit um tilvist frá öðrum tíma.

Þessu færsla er um ljóð og óð þess að vera.  Tilveru þess að hvorki eitt né neitt að segja, það að vera og engu tilheyra.  Hvað er best og hvað er verst.  Hvers er að vænta og hvað mun vanta.

Ég mála hjarta á vegginn, það festist í vef ...........

Á snúrunni ...
DUGLEG tengdadóttir .....

Ég get lofað en vil það ekki .... hjarta þitt skal ég gefa vænghaf hálft, það sem hlýjar og vermir!

Ég sit í eldhúsinu og horfi á tímann, hann líður ekki.  Ég tek bókina og sé að orðin eru horfin, ég finn að lífið býður mér leyndardóma sem hvergi er að finna.  FRAM TIL ÞESSA ...........


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Solla Guðjóns

Krúttlingurinn minn knús á þig.

Solla Guðjóns, 9.2.2008 kl. 03:21

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

"como una ola" bara hljóðfallið ber með sér eitthvað fallegt.....

Eigðu góða og sterka helgi 

Hrönn Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 10:45

3 Smámynd: Huld S. Ringsted

Flott konumyndin hjá þér!

Eigðu góða helgi

Huld S. Ringsted, 9.2.2008 kl. 10:48

4 Smámynd: Heiða  Þórðar

ekki ég ekki ég liggaliggalái...kærleikskveðjur til þín í tilefni dagsins elskan.

Heiða Þórðar, 9.2.2008 kl. 11:37

5 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.2.2008 kl. 12:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband