7.10.2006 | 10:49
Ég gef þér hjarta mitt, ég gef þér allt.
það er ekki úr vegi að tala um andlegar gjafir á góðum degi sem brúðkaupsafmæli er.
Heilt ár, fullt af gáska og gleði, hamingjuspor sem við tókum fyrir heilu ári síðan. Við vissum nákvæmlega hvert ferðinni var heitið enda búin að vera saman í 7 heillaár.
Hann þekkir mig af öllu hjarta,
elskar, virðir og dáir.
Ég þekki hann afstyrknum bjarta
te quiero, amo e þrái.
Við erum tvö alveg yndisleg
elskum hvort annað í botn .....
Ljóð sem ég samdi fyrir langa löngu og ég man ekki alveg!
Kanski ég semji ljóð fyrir hann og lesi fyrir hann þegar kvölda tekur.
Í dag ætla ég að bjóða honum upp á minn uppáhalds drykk, Kampavín og ætla að tæla hann upp á þak til mín. Við munum svo halda á góðan veitingarstað með börnin okkar og njóta þeirrar sameiningu er Guð einn lofar og gefur.
Ríkidæmi og Hamingja fyrir alla :)
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:55 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju og meigi komandi ár vera umvafin kærleika og gleði.
Vatnsberi Margrét, 7.10.2006 kl. 11:47
Til hamingju aftur.Eigið góðan dag upp á þaki og útum allt ávallt.
Solla Guðjóns, 7.10.2006 kl. 14:30
OG til hamingju aftur og aftur og aftur, aldrei er góð vísa oft kveðin***
Elín Björk, 7.10.2006 kl. 19:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.