Gítartónlist og góður matur.....

Við hjónin buðum góðum vinum í mat í hádeginu í dag.  Það tíðkast að bjóða í hádegismat og þá er jafnan setið aðeins fram eftir degi og spjallað og átt góðar stundir.

Eftir þjóðarrétt okkar San Miguelera "paellu" tókum við gítarinn fram og það var raulað á milli þess er kaffi var sötrað.  Rétt eins og helvíti frjósi þá gerðist hið óvenjulega á mínu heimili,............. það glymdist algjörlega að taka kampavíns-kork-tappa úr flösku!!!  HVERNIG gat það gerst að ekki var opnuð ein besta tegund kampavíns er tyllti sínum breiða botni í kælinum okkar.

Það mætti halda að litli alkinn er tyllir sér gjarnan á öxlina mína hafi fundið sér annan dvalarstað.  Jamm.  Alveg ein i þessum heimi hér!!!

Þegar þessi heljarstund uppgötvaðist fyrir frost í helvíti þá sótti frúin á heimilinu úrvals Cava flöskuna og gaf boðsgestum.  Svo góður og frískandi vökvi...........

hell-freezes
Ég held svei mér þá að nú þurfum við ekki á himnastöðum að hafa áhyggur af þeirri andstyggð sem helvíti er.  Við erum búin að dreypa á gulldropum himnaríkis og erum í liðinu sem veitir látnum líf og heiðum hamingju.  Við erum í liðinu sem veita gamlingjum gleði og lífið er sú list sem við sköpum okkur.
 HAMINGJA OG HEIMSYFIRRÁÐ

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Alltaf gaman í góðra vina hóp :)

Vatnsberi Margrét, 12.10.2006 kl. 19:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband