13.10.2006 | 20:28
Föstudagurinn þrettándi ....
Skrítið með þennann föstudag 13 er hann ekki eins og aðrið föstudagar eða þriðjudagar. Sagt er að hjátrúafullir sjómenn forðist að fara úr höfn á þriðjudegi og finst föstudagurinn þrettándi ekki málið sko.
En að deginum sjálfum þá átti ég frí í dag og ætlaði að vera með börnudúllunum mínum en þar sem að starfið kallaði þá var gengið í að útbúa kaupsamning og ánægðir viðskiptavinir gengu gæfuspor í lífi sínu. Til hamingju með þennann áfanga með von um hamingjuríka daga í nýja landinu.
Ekki meir um það og nú sötrar frúin á Diet Coke, bloggar, fagnar nýjum bloggvinum þeim Margréti og Ollasak með teikniblokkina uppivið því verið er að vinna að hugmyndum að næstu 10 myndum sem eiga að njóta sín á jólunum á Íslandi.
Við sjáum til hversu dugleg ég verð en nú er markmiðið að halda sýninguna....vantar staðinn til að sýna á....allar upplýsingar vel þegnar fyrir þá sem þekkja Ísland út í gegn!
Lífið er yndislegt á stundu, leikur hrjúft við okkur þess á milli sem er liður í að styrkja okkur sem einstaklinga. Tengdamamma kom vel að orði þegar kona í pinnaháum hælum tróð á rist hennar. Konan varð alveg miður sín og bað afsökunar. Tengdamamma sagði að afsökun hennar væri þegin en það tæki ekki sársaukann frá henni.
Já, mikið satt.....sársaukinn var til staðar en hann fór. Tíminn læknar öll sár, hversu stór, djúp eða leið þau eru. Ég bið alla heimsin engla að vaka yfir þeim sem sárt eiga og minna mega sín. Við erum hér til að sýna styrk og færa heiminum von um þá trú er til er.
Englar alheimsins eru komnir á flug og læðast fram hjá glugganum þínum. Það sem ekki drepur okkur styrkir okkur og það svo um munar! Spurning um að horfa á eina Lassý mynd?
Lífið er leikur sem mótast af þeim er tekur á því.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
O hvað ég er sammála.... við mótum sjálf okkar líf. Gott eða vont, við höfum alltaf valið um hvernig við bregðumst við aðstæðunum.
Knús til þín elsku vinkona!!
Elín Björk, 14.10.2006 kl. 17:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.