2.3.2008 | 19:24
Andinn í kristalsglasinu ...
.... Ég get sagt ykkur það að ég fékk falleg kristalglös í brúðargjöf frá elskulegri vinkonu minni og megaskvísugolfara (hún ætlar að vinna Audi mótið í sumar og mér skilst að hún hafi gengið á Fjallsrætur að fá kallinn minn í lið með sér) ...... Allavega ég nota þessi glös alltaf spari.
Spari hjá mér er hversdags, svo það fari nú ekki fram hjá neinum.
Rétt eins og ég nota uppáhalds sokkana mína, brjóstarhaldarann minn og hvað sem til að njóta dagsins. Ég ætla að nota hlutina mína því ekki fer ég neitt með þá að þessu æviskeiði loknu.
Andinn í glasinu hvíslar stundum að mér orðum sem ég vel og hafna að nýta mér. Þannig er nú það!
Afi heitinn hann bað mig um að lofa sér að ég færi aldrei aftur í ANDAGLAS .... ég játti því og hef ekki kuklað nema þegar ég veit hvar ég hef hlutina og þegar ég veit hvernig LEYNDARMÁLIÐ lendir.
...
þegar ljóðrænn dropi litar glas
andinn talar tungum
mærin skiptir í léttara fas
syngur þöndum lungum
í litina dýfir penslinum
laglega leika sér knáir
rauður og blár í bjartri von
ástfangin í heimi þess þráir
Nokkrar flísar koma hér í framhaldi eða var það hjáhaldi
Æðisleg Ást Hugulsöm
Ævintýri Að eilífu
Umhyggja M og b Umhyggja M og b
Gamlar myndir frá því 2006 voru kláraðar en það er ansi mikið af efni sem ég á óklárað ..... Bara gaman að finna tak og láta verða af því að fullklára myndir. Stundum breytast þær eða fara beina leið í endurvinnslu. Það slæma við að vinna með akrýlinn er að hann er svo óbreytanlegur en hann er góður að mörgu leyti ....
Kona, Akrýl á striga báðar 20 x 50
Svona burt séð frá öllu föndri og flissi þá kemur gólfið mitt bara þokkalega út undir myndefninu.
Ég er ástfangin af glerlistamanninum Lárusi (hann er bloggvinur minn og er á hliðarlínunni ásamt ykkur hinum en ástin sem ég ber til hans er hvernig hann stillir upp sínum munum) ég er hrifin af því sem hann gerir og ætla að gera það sem ég get til að hitta hann! Var að spekulera hvort ég gæti ekki stillt myndunum upp með öðrum hætti en þegar ég var búin að hugleiða málið þá koma málverk sjaldnast vel út á mynd .....
Allavega þá ætla ég að njóta kvöldsins, er búin að eiga góðan dag með tengdaforeldrum mínum. Ég fékk eitthvað skrítið í augað og náði mér í dropa við því ... Bjútíkvínið er mætt!!!!!
Best að anda í glösin
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þessar nýu flísar eru geggjaðar, kannski að kona geti bætt fleiri flísum við í lífi sínu?? það kemur í ljós þegar sýningin ykkar verður
Ásdís Sigurðardóttir, 2.3.2008 kl. 19:54
Þetta eru alveg æðinslegar myndir hjá þér, verður einhver sýning hjá þér á næstunni einhverstaðar hérna á klakanum? Væri sko alveg til í að fara og skoða hana.
Í sambandi við andann í glasinu, þá er það ekki mjög sniðug iðja sérstaklega ekki hjá yngir kynslóðinni, þegar ég var unglingur í heimavistarskóla þá fórum við nokkur í andaglas þvílík spenna, það var ýmislegt sem kom í ljós sem var miður skemmtilegt, þar á meðal sagði andinn að ein úr hópnum mydni drukkna í sundlauginni þennan veturinn og sú fór og fékk vottorð frá lækni um að hún þyrfti ekki að fara meira í sund, þetta var nú meiri vitleysan haha
En í sambandi við spari - eitthvað þá er ég sammála að maður á að nota það sem maður á á meðan maður getur notið þess.
Guðborg Eyjólfsdóttir, 2.3.2008 kl. 22:48
Æðislega fallegar flísar, sú hugulsama flottust finnst mér núna.
Til hamingju með þær Zordis mín.
Marta B Helgadóttir, 2.3.2008 kl. 22:55
Þú ert ekki kona,.....þú ert listaverksmiðja sem framleiðir meira en loðnukvóti íslendinga!!!
Með hugulsemi og eilífri ævintýraást til konu og verksmiðju
Katrín
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 2.3.2008 kl. 23:53
Rosalega flott hjá þér heilluð alveg
Brynja skordal, 3.3.2008 kl. 00:45
Alveg sammála þessu með SPARI... Auðvitað á að nota hlutina og njóta þeirra...
Það er ekkert smáframleiðsla hjá þér.......... Hafðu þökk fyrir að deila þessu með okkur
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 3.3.2008 kl. 01:15
Knús á þig æðið mitt........ég er alltaf að senda þér línu.Greinilegt að það virkar ekki nema hotmailið.
Solla Guðjóns, 3.3.2008 kl. 10:08
Ég er alltaf jafn heilluð af flísunum þínum - verst að ég get engan vegin gert upp á milli þeirra
Dísa Dóra, 3.3.2008 kl. 10:20
Mér Finns flísarnar alveg gullfallegar. Ég gleymi aldrei þegar ég var að fikta við að fara í andaglas ásamt vinkonum mínum við urðum svo hræddar að við gerðum það aldrei meir knús elsku Þórdís
Kristín Katla Árnadóttir, 3.3.2008 kl. 17:51
Mig langar svo í flís!!! Ég þarf alveg að hemja mig að panta ekki eina hjá þér............en fljótlega, það er á hreinu, (þegar ég verð rík).
Þær eru ofsalega fallegar
Huld S. Ringsted, 3.3.2008 kl. 20:54
Fallegar flísar og myndir
Sporðdrekinn, 3.3.2008 kl. 21:57
<spari spari spari. Ef maður sparar allt brotnar ekkert og ekki hægt að kaupa nýtt. Andinn i glasinu, kampavínsandinn, hér í húsi heitir hann st brendans eða whisky.
Elskan mín ég er ekki alveg tengd í dag en vildi bara segja að flísarnar þínar eru unaður og dag einn ísælgætislandi mun ein þeirra flytja til tannlausu drottningarinnar, eða kanski fleiri, ein fyrir hverja tönn........ Rugl er þetta ég hætti núna. En flísarnar eru alveg einstaklega fínar og minn langar i!
Inga Steina Joh, 4.3.2008 kl. 07:10
Þessar flísar eru svo mikið snilld, að það hálfa væri meira en hellingur! *garg* Og talandi um flísar, þá eru gólfflísarnar þínar alle-eins og þær sem ég er með heima hjá mér. Spánn ... Ísland ... we're all the same, darling.
Hugarfluga, 4.3.2008 kl. 09:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.