16.10.2006 | 04:21
Get ekki sofið ....
Dásamleg staða að vera komin á fætur og klukkan rétt skriðin yfir sex leytið.
Mamma Jójó, það er ég! Hleyp á milli sænga og næ hvergi að festa svefn. Son minn dreymdi risafrosk og svei mér þá fékk öndunartruflanir og augun í honum ranghvolfdust. Dóttir mína dreymdi að það væri búið að ræna drengnum og þegar hún birtist brá mér svo ógurlega að nú sit ég ein á meðan hinir sofa. Mátulega passlegt að börnin festi svefninn undir morgun.
Við horfðum á frábæru Stuðmannamyndina í gærkvöldi og mér datt í hug "mamma djöfull" ekkert smá fyndin og skemmtileg mynd, sixtý fifftý líkur á að við horfum á hana í kvöld líka.
Viðurkenni að ég geyspa smá og spurning að fá sér morgunkaffið sem er íslenskt og brakandi gott. Nýmalað hvergi betra en hér akkúrat hjá mér. Allir í kaffi til mín í morgunsárið. Það er dimmt úti og notalegt, ennþá friður í götunni og Lúka litla sem er hundur nágrannans fer ekki út fyrr en um sjöleytið. Einn hanaræfill er búinn að rífa sig niður í görn eða fyrir ca.klukkutíma síðan og hélt ég í fyrstu að þetta væri öskrandi fórnarlamb.
Ég hef látið hugann reika um og yfir haf og dreg eitt spil fyrir þennann mánudag. Dagur númer 16 sem ætti að vera happadagur ef mið er tekið af þvertölunni. Dreg Bikarriddarann sem er bara gott spil, ætla að taka á þeim tækifærum er bjóða sig fram og vera hugmyndarík. Vera rík af öllu sem skiptir máli og njóta dagsins sem verður það sem ég geri úr honum.
Engillinn minn er að auki hvetjandi og segir mér að nú sé tíminn og útkoman verði ánægjuleg. He he .... Ég stelst til að hugsa um listina, skapandi og nærandi hluti (á ekki við um T-Bone steik með Roquefort sósu) er ekki svöng, alls ekki en svona reikar hugurinn þegar hann er svefnlaus.
Góður dagur framundan og þar við situr. Kominn tími á morgunkaffið og undirbúning fyrir daginn!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn!
Gunnar Helgi Eysteinsson, 16.10.2006 kl. 06:22
Finnat einmitt best þegar dagurinn byrjar með tilfinningu um góðan dag ;) vona að svefninn verði góður næstu nótt og draumfarir barnanna ævintíraveröld.
Vatnsberi Margrét, 16.10.2006 kl. 11:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.