16.10.2006 | 21:13
Ótrúleg vaka, lítil eyrun mín blaka .....
Svei mér þá, veit ekki lengur hvað þessi vakning mín fyrir deginum hefur tekið langann tíma. Dagurinn er búinn að vera góður í alla staði, ótrúlega vel heppnaður og spádómar voru allir réttir.
Kemur sér vel að geta rýnt aðeins í framtíðina og séð sitthvað sem verður og doldið sem kemur. Þar sem tímamunur er greinilega hvolfdi frúin hvítum bolla. Var að spá í að henda hvíta bollanum um daginn, EN gerði það ekki. Í bollanum eru feikin öll af teiknum og táknum sem marka næstu 3 mánuði í lífi mínu. Óvænt ferðalag birtist með þrískiptum stoðum, ævintýraheimur og þrá mætast á miðri leið. Ég er frjáls, sel sjálfið á því verði er guð lagði upp með.
Múminálfar, rassálfar og hamingjuglampi mótar kvöldið. Ég átti skemmtilegt tal við góðan vin í kvöld, vin sem fylgt hefur kerlingunni í gegn líf og líf, heim og heima. Ég er þakklát hlýjum og góðum vinum. Hvar værum við án vina og hvar væri tilveran án þín lesandi góður.
Það er enginn eins mikilvægur og þú, það er hvergi skemmtilegra að tylla niður tá en þar sem þín er getið. Lífið er einskins án þín og það vitum við tvö.
Takk fyrir að hafa litið við. Engillinn minn hann sagði mér í morgun frá undursamlegu tækifæri sem ég greip. Fékk smá fiðrildi í mallakútinn minn mjóa, EN ég skapaði mér nýtt tækifæri í því sem ég ann hvað mest. Listin og sköpunin. Nú gerist það ekki betra!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Hæ sæta nornin mín! Pant fá eina bollaspá hjá þér!
Átti erfitt kvöld og leiðindarsamtal, en ég held þú hljótir að hafa sent mér engil, því ég varð allt í einu svo friðsæl og já bara sæl, og er á leið í háttinn. Takk fyrir að vera til, fyrir að vera sú sem þú ert!
Elín Björk, 16.10.2006 kl. 21:57
jamm það er víða vakað.Falleg skrif hjá þér.Langar eiginlega að segja allt það sama og Elín...
Knús
Solla Guðjóns, 17.10.2006 kl. 07:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.