Þegar nóttin læðir sér inn ...

.... hún kemur degi að óvörum og yfurbugar ferska geisla hans og vaggar honum blítt til svefns.

Í næturhúmanum gerast mýmörg ævintýri sem við náum ekki að sjá né snerta.  Í hausnum á mér voru átök úr draumaheimi eftir skemmtilega viðveru hjá degi.

Við buðum fólki í hádegisgrill, 14 fullorðnir og 7 börn (vona að ég gleymi engum) .....  Margar hendur vinna létt verk .... orð að sönnu.  Ég var búin að útbúa salötin, grilla bullurnar í ofni, skera niður ávexti sem voru meðlæti Tiramisukökunnar.  Við ákváðum að vera uppá þaki en þar erum við með æðislega útiaðstöðu með frábæru útsýni.  Gestirnir tóku til hendi og báru upp hinar ýmsu veitingar og allt fór þetta vel fram.  Æðislegt grill með góðu fólki.

Þakpartý
Vinir á þakinu

Sólin gladdi gestina og sumir tóki lit í húðina, þar á meðal ég sem roðnaði heilan helling.

Eftir veisluna fór Fjallið að aðstoða vin okkar í ökunámi og ég varð eftir og gekk frá því sem þurfti og tók tal við einhverfuna mína og málaði á eina flís.  Ein af gestkomandi hafði séð húsamynd e. mig og langaði mig að prófa að setja þau á flísar .....

Næturævintýri

Næturævintýri

Fyrsti kaffibollinn leiðir okkur að degi, nóttin sleppti takinu og við munum njóta sólarinnar og þess sem lífið gefur.  Við erum á leið í kirkju og ég sendi ykkur mínar bestu sunnudagskveðjur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alltaf gaman að fá gesti í matarboð og allt svo girnilegt hjá þér Þórdís mín. Gott hjá ykkur að fara í kirkju manni líður svo vel á eftir.

Eigðu góðan sunnudag darling.

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Sést þarna út á sjóinn hjá þér?

Dagurinn hljómar vel frá þér. Hér er blíðan enn við völd

Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 12:56

3 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Glæsileg húsa flísin :)

Knús

Vatnsberi Margrét, 9.3.2008 kl. 16:40

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta hljómar svo yndislega, og falleg eruð þið á þakinu !

Blessi þig á sunnudagskvöldi.

steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2008 kl. 16:56

5 Smámynd: Dísa Dóra

ohhh æðisleg aðstaða sem þið eruð með þarna á þakinu - algjör dýrð að hafa svona

Flott húsaflísin

Dísa Dóra, 9.3.2008 kl. 17:00

6 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það lá við að ég gæti fundið ylinn af sólinni og lyktina af matnum af því að horfa á myndina! Skyldi mig vera farið að dreyma um sól og hita og veðráttu til þess að grilla úti??

Knús á þig í góða veðrið

Huld S. Ringsted, 9.3.2008 kl. 22:22

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Hefði alveg viljað vera á þakinu þínu í gær og fá smá yl ákroppinn

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 08:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband