Viðburðaríkur sunnudagur ....

Í dag þá höfum við verið dugleg, í dag voru spænsku kosningarnar og úrslitin eru nánast komin á útslétt borðið.  PSOE mun halda áfram og Zapatero heldur velli.

Ég hef ekkert út á þetta að setja, hvorki með né á móti en heildin hefur tjáð sig og þar við situr.

Það var notalegt að fara í kirkjuna og hlusta á Séra Lúkas tala við fermingarbörnin.  Segja þeim biblíusögurnar og spyrja í þaula!

San Miguel kirkjan

Kirkjan okkar

Einhver misskilningur var á milli okkar hjóna og ég taldi að foreldrar hans yrðu ekki í sumarhúsinu og ég var búin að plana veitingahúsaferð á kínahofið sem var frábært!  Held að t-mamma og t-pabbi hafi ekki verið jafn ánægð og ég en svonar er lífið.  Ánægjan dreifist á milli manna, sem er gott!

Día Maravilloso 9 de Marzo

Pato a la Pekinesa og broshýr kokkur

Þetta er aðalrétturinn minn.  Í forrétt fékk ég mér maki taku eða hvað sem þetta heitir með grænustu Wasapi peist ever svo það rauk út úr eyrum og nefi á mér.  Góð hreinsun það ..... heilin fékk smá spark og ég verð nú bara að segja að Sushi er snilld!

Día Maravilloso 9

Sætust, Enrique og Íris Hadda

Eftir frábæran hádegisverð fékk móðirin æði og stakk upp á Go Kart ferð.  Það tóku allir vel í það og börnin þau undu sér vel og óku hratt á brautinni.  Dóttir mín er svakaleg og sá stutti á eftir að sýna væna takta á komandi árum.  Bara gaman!

Día Maravilloso 9

Enrique tilbúinn á braut

Día Maravilloso 9

Íris Hadda komin í mark!

 ..... svo var tekið fótboltaspil og við tíndum kúlunni en þegar þessu trummsi var lokið enduðum við daginn á því að fara í kvikmyndahús San Pedro.  Við fórum og sáum Mi monstruo y yo eða ég og skrímslið sem er ævintýramynd er gerist í Skotlandi og fjallar um sæhestinn eina.  Loch Ness skrímslið.

Æðisleg ævintýramynd sem fyllti upp í daginn!

Ég held ég hafi aldrei verið jafn uppátektarsöm á sunnudegi sem nú.  Kanski voru það guðsorðin sem fylltu hjarta mitt af orku sem læddist út á félagslegum nótum með fjölskyldunni í allri sinni yndislegu dýrð ..... Heart

Tunglið situr, á bláþræði hangir

kona líka og brosir, í hjarta býr þrá.

 geislar armur, ástarþrána svangur,

 hugur elskuna má, er lífi hennar brá.

tunglið glottir

hún lítur undan

í nótt

Heart


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æi þú ert svo yndisleg elsku Þórdís mín mikið áttu falleg börn. Gott að að ykkur líður vel.

 Knús til ykkar í nóttina

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2008 kl. 22:57

2 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

Falleg börn sem þú átt, og gaman að finna barnið í sér stundum líka  það er bara nauðsynlegt Góða nótt mín kæra

Guðborg Eyjólfsdóttir, 9.3.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Brynja skordal

yndislegur sunnudagur hjá ykkur ekki spurning með messuna hún gefur manni yl inn í svona fallega daga Falleg börnin ykkar og mikið hefur verið gaman hjá þeim/ykkur En fermast börn 9 ára á spáni? hafðu það gott mín kæra knús

Brynja skordal, 9.3.2008 kl. 23:45

4 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndisleg börn sem þú átt og alveg nauðsyn að eiga yndislegar stundir með þeim öðru hvoru, finna barnið innra með sér og njóta þess að vera til!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 10.3.2008 kl. 00:08

5 Smámynd: Ólafur fannberg

kær kveðja

Ólafur fannberg, 10.3.2008 kl. 00:30

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Hamingja á sunnudegi. Falleg börn og góðir foreldrar.

Sporðdrekinn, 10.3.2008 kl. 01:45

7 Smámynd: Solla Guðjóns

Skemmtilegur dagur hjá ykkur.Krakkarnir þínir eru æðibitar og gaman að sjá hvað Íris Hadda breitist við hverja mynd sem ég sé.........unglingurinn að taka völdin í sætu rúslunni.

Solla Guðjóns, 10.3.2008 kl. 08:38

8 Smámynd: Svava frá Strandbergi

En hvað þú hefur átt yndislegan dag.

Svava frá Strandbergi , 10.3.2008 kl. 12:58

9 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Greinilega frábær dagur  og falleg eru þau börnin þín, allir hafa fengið eitthvað við sinn smekk og ánægjan dreyfist eins og þú segir. EItthvað virðist veðrið vera betra hjá þér en okkur hér á Fróni.  Kær kveðja.

Ásdís Sigurðardóttir, 10.3.2008 kl. 15:22

10 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Æ, það sem þið eruð eitthvað sæt og æðisleg. Notalegt að sjá svona "volgar" myndir af börnunum þínum. Gaman í ykkar bekk! 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.3.2008 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband