12.4.2006 | 07:40
Að gleðja aðra og sjálfan sig
Risa sýning var haldin í höfuðborg Spánar síðustu helgi, sem og aðrar helgar þar sem glæsilegt sýningarsvæði La Feria de Madrid er hvað vinsælast. Meðal annars eru sýningar á nýjum bílum, notuðum bílum, húsgögnum, íþróttavörum og hin geysivinsæla Tískusýning þar sem hvert fræga andlitið stingur inn nefi.
Hvað um það, sýningin var stórkostleg og má segja að slungin frúin hafi verið upp-ydduð að hnjám eftir maraþongöngu milli sýningarbása. Margt áhugavert var á sýningunni en það var allt tengt sumarhúsum, ferðalögum, húsgögnum og þeim búnaði sem hugsanlega getur tengst því að eiga fasteign á Spáni. Ághugavert!
Þegar að kvölda tók var rás tekin að leigubílum og á útleið fótaði ég á eftir einni af sjónvarpsstjörnum Spánar. Í gamni, hringdi ég í 11 ára gamla dóttir mína og tjáði henni hver væri fyrir framan mig. "wow, Mamma ........EIGINHANDARÁRITUN.......... MAMMA PLÍS"
Já, af öllu fyndnu og pínlegu sem þessi 37 ára kerling hefur tekið sér fyrir hendur þá er ekki of mikið að fá eiginhandaráritun frá fögrum karlmanni. Mjög myndarlegum karlmanni og segjast vera að fá eiginhandaráritun fyrir dóttirina. SJOR, að hann trúi mér. Þetta gekk rosalega vel hjá mér, ég fékk áritun og mynd af mér og goði dótturinnar! Svo flugum við saman í sömu flugvél heim, var hann að elta mig? Gæti alveg trúað því þar sem herbalæf er að gera þessa kerlingu að algjörri drottningu!
Hvað gleður móðurhjartað meir en blítt bros barnsins "og nærvera fallega fólksins"
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.