Endur fyrir löngu ...

Talandi um ferð og tíma þá leit frúin við á tjörninni, þeirri einu og sönnu!  Þar sem minningar barns vesturbæjar fæddust ólu og ilja hugann.

Sömu endurnar eru á staðnum, eldri vel nærðari og búa í mun huggulegra EN skítugra umhverfi.  Þær eru heimtufrekar og sýna ónot ef saklaus "útlendingurinn" kemur við án þess að vera með maltbrauðs enda í farteskinu.  Já, mér var ómótt og fremur andstutt þar sem fnykur af fuglaskít var minningunni yfirsterkari.  Sei, sei, kanski er þetta eðlilegt HA, varla þar sem þetta er miður og bærinn Reykjavík Centrum yfirfullur af útlendingum.  

Ég hitti varla Íslending þar sem flestir voru útlendingar á hótelinu, flestir sem tóku morgungönguna voru útlendingar.  Bara stakkar á ferli í höfuðborg Íslands snemmmorguns.  

Íslendingurinn í mér neitaði að sofa og reif sig upp á morgnanna, þessa þrjá sem frúin náði að uppifa!!!  Síld á diskinn minn í morgunamat.  Slurp og slumm, fullt af síld með kaffinu.  

Góður tími sem var vel notaður til leik og starfa, talaði við mö og pa í símann.  Reyndi að hringja í eðal Þorláks en mín var ekki að hitta á skvís og pæ bæjarins.  Og, síðan ekki söguna meir!

Ný vinnuvika framundan.  Ekkert sem kemur á óvart, nú er bara að spíta í lófana og láta góðu hlutina gerast.  Þarf að knúsa karlinn minn þar sem hann hverfur vegna starfa á þriðjudag og skilur sína sætu spúsu eftir heima með börn og heimilisverkin.

Ástin er hunang sem seiðir sálina.  Njótum hvors annars eins og enginn væri morgundagurinn!   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Ég sem hélt að endur væru fyrir löngu horfnar úr Tjörninni vegna Máva?

Knús til þín**

Elín Björk, 23.10.2006 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband