25.3.2008 | 22:24
þakk-læti ...
Þökk sé þér og friður sé með yður! Þökkin og lætin gera þetta svo dásamlegt!
Ég sit og horfi á fallegt þakklætiskort sem bloggvinkona mín Katrín Snæhólm færði mér og hugsa um þakklætið, hugsa um heilbrigðið og þá heppni sem umvefur fjölskylduna mína. Í dag lifi ég þakklætið sem kraumar í hjartanu. Ég lofa daginn í dag og óska þess að móttaka ætlunarverkið hvort sem það gleður eður ei. Spella svo út í heiminn glærum hamingjukúlum sem hitta þig í hjartastað.
Ég er þakklát og það er gott. Ég finn hamingjuna í gegn um þreytuna og er að upplifa svo góða hluti almennt! Ég er glöð þótt ég sé ekki eins og klippt út úr Burda blaði. Ég er sæl þótt ég sé svona eða hinsegin og ég er heppin með það fólk sem ég umgengst! Takk fyrir mig þú ert svo sannarlega ein eða einn af þeim sem gefa mínu lífi lit!
Íslandsferðin var dásamleg í alla staði. Við upplifðum snjó, okkur varð kalt úti og rosalega heitt inni í íslenskum húsum. Við heimsóttum vini, sáum hesta og álfahól. Okkur dreymdi fagra drauma og sáum drauga. Við keyrðum í snjó og blindbil og var Fjallkonan nokkuð spennt í öxlunum en 5 mín síðar var komið flennifæri og birta! Er Ísland ekki einstakt í sinni röð?
Ein af 4 sem ákváðu að skilja ekki við mig að sinni.
Ég hef alveg fullt að segja en það kemur einhvern veginn ekki rétt frá mér. Þakklætið er efst og ég trúi því að tilgangurinn sé jafnan að verki. Þreytt eftir ferðalagið en fersk eins og blóm í skugganum.
Mig langar að vera rosalega skemmtileg en hér tifar þakklátt hjarta sem óskar ykkur góðrar nætur.
Takk, Gracias, Thank you and Danke! Svo er við hæfi að segja tak paa min kærlige dansk!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Island er flott
Ólafur fannberg, 25.3.2008 kl. 22:33
Þetta er nú bara fullt sem þú ert að segja þarna, finnst mér. Ef þú ert að finna hamingju í gegn um þreytuna, þá hefur þú verið að nota orkuna í eitthvað gott.
Takk fyrir pistil
Þröstur Unnar, 25.3.2008 kl. 22:37
Góður pistill og mannbætandi er lestur hans. Takk fyrir mig
Marta B Helgadóttir, 25.3.2008 kl. 22:41
Þú er engill elsku Þórdís mín það er gott að þú ert komin í hitan alltaf svo gott að lesa þig.
Knús á þig og fjölskyldu þína ljósið mitt.
Kristín Katla Árnadóttir, 25.3.2008 kl. 22:45
Ég upplifi Ísland á nýjan máta við lestur þessarar færslu, landið okkar er flottast, við sjáum það best er við búum í fjarlægð.
Verst þó að hafa ekki haft tækifæri til að koma og hitta þig fallega kona, vonandi næst
Huld S. Ringsted, 25.3.2008 kl. 23:14
Þetta er góð færsla eins og alltaf hjá þér. Það var yndislegt að hitta þig og gaman að sjá Ísland í gegnum augun þín sem bæði eru íslensk og spönsk. Var búin að gleyma Burda blöðunum, smá sníða kast hjá mér núna. Dúllan mín hafðu það gott, and till the next time auf wiedersehen.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.3.2008 kl. 23:42
Hæj elsklingurinn minn.Móðir gaf mér símanúmerið sitt sem ég átti að koma til þín en hitti ekki á þig en hún er að hafa einhverjar áhyggjur........ég sendi það bara til þín á póstinn.
En nú er að koma nýr mánuður liggaliggalá.'eg vildi að ég hafi verið frekust í familíunni á langa föstudaginn og ekki þurft að rjúka svona í burtu strax.
Svo bið ég að heilsa Fjallinu þínu,mjög viðkunnulegur maður og krökkunum
En hérna sendi þér póst á morgun
Takk fyrir að vera til
......
Solla Guðjóns, 26.3.2008 kl. 00:35
Fallegur og hlýr pistill, hafðu það ætíð sem best. Vonandi kemst ég á næstu sýningu sem þú heldur hér. Kær kv. Lilja
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 26.3.2008 kl. 00:36
Það hefði verið gaman að kíkja á sýninguna og á þig þegar þú varst hér, en ég var röltandi í kringum Mývatn á föstudaginn langa.
Þú ert yndi - knús og kossar til þín
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2008 kl. 01:24
Þú ert mannbætandi. Það ættu allir að byrja daginn á að lesa þig og knúsa!
Skil hér eftir smá spor í geisla þínum sem yljar mér um hjartarætur
Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 09:02
Held að þú hafir alveg slegið í gegn hjá þeim sem hittu þig og kemur mér ekki á óvart. Við hittumst síðar ... við tækifæri. Vittu til.
Hugarfluga, 26.3.2008 kl. 12:15
det er så dejligt når alt er dejligt ! velkommen hjem til Spanien kære dame
Kærlighed og Lys til dig
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 26.3.2008 kl. 13:39
Þetta eru nú meiri Þakk-lætin í þér Þórdísin mín!!!
Mikið var gaman og gott að hitta þig loksins..mundu að senda mér póst með reikningsnúmeri og sollis fyrir Konunni sem kyssir fiskinn og allt í grænu og góðu.
Vona að heimferðin hafi gengið vel eftir íslandsferðina. Núna get ég látið mig hlakka til enn og aftur þegar þú kemur í sumar.
Knús mús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2008 kl. 16:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.