27.3.2008 | 21:59
Blómálfahlátur og fuglasöngur ....
... hláturinn dillandi mætti okkur ferðalöngum þegar heim kom!
Í járnfuglinum svifum við í sykurpúðagarði himnaherrans og varð okkur hugsað til Kanarýfuglanna okkar. Fjórar pjattrófur sem eru matvandnari en sjálfur .... Eitthvað annað þegar ég var lítil og át jarðaberið síðast af öllu!
Kanarýfuglar eru nefnilega "pikký" borða bestu bitana fyrst og koma svo með látbragð og þykjast hungurmorða þegar sandkakan er búin eða þegar að kampavínsdælan klárast! Jamm, alveg dagsatt sko!
En, dúllurnar voru skíthoppandi glaðir og sungu af hjartans lyst fyrir okkur í morgunsárið! Þegar fyrsti kaffibollinn ....... og hugsanir fóru á flug heyrðist skelleggur blómálfahlátur úr ljósopinu en þar geymi ég Hawayrósina mína, 2 Jólarósir sem eru hrikalega brattar og 4 sumarblóm sem fengu hjartahnoð með vövkun! Það er búið að vera yfir 20°C alla dagana sem við vorum á klakanum að njóta lífsins í leik og ljúfu lífi!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Alveg er ég að vilja vera í hitanum hjá þér og rína í myndir með fugla tísti og blómailmi súpandi eitthvað allt annað en kaffi
Solla Guðjóns, 27.3.2008 kl. 23:14
Æ en gaman að sjá hann Bíbí, ætla skoho að sýna Aroni hann á morgun! Maður hugsar sér gott til glóðarinnar eftir TÆPA 3 mánuði!!
Knús á þig krúttan mín
ðí vörking görl (IP-tala skráð) 27.3.2008 kl. 23:27
ARGGGGGGGGgggg þú er one of a kind
Heiða Þórðar, 28.3.2008 kl. 00:06
Væri sko til í að vera í hitanum.
Hér er frost og rok og myrkur og kalt
Marta B Helgadóttir, 28.3.2008 kl. 00:08
Sporðdrekinn, 28.3.2008 kl. 02:14
Nú verður þú nágranni minn í sumar Zordís, svo með tíð og tíma ef ég verð heppin langar mig til að verða nágranni þinn á Spáni.
Svava frá Strandbergi , 28.3.2008 kl. 06:22
Takk fyrir skeytið í gærkvöldi - þú ert algjörlega yndisleg!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 08:50
Ég vildi að ég væri hjá þér í hitanum og fallega gróðrinum.
Þú er engill knús á þig elsku Þórdís.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 10:09
dásamlegt !
Bless í bili
steina sveitastelpa
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 28.3.2008 kl. 10:52
ég vil lika vera i hitanum
Ólafur fannberg, 28.3.2008 kl. 10:53
Fuglasöngur og blómailmur. Þetta getur ekki orðið betra held ég. "20 stiga hiti" (öfund) . ´
Velkomin heim aftur og "TIL LYKKE" með sýninguna. Heyrði að þetta hefði verið vel heppnað.
Inga Steina Joh, 28.3.2008 kl. 11:35
Sæl mín kæra...
Mikið þótti mér leitt að missa af sýningunni þinni en málið er að ég skrapp í þitt land um páskana. Já ég eyddi þeim í Barcelona og ef ég ætti eina ósk væri hún sú að flytja til Spánar... Heyrði að sýningin í heimsborginni Þorlákshöfn hefði slegið í gegn og að færri fengu en vildu. Nú er hins vegar komin tími á mína flís og verð ég því í sambandi við þig mjög fljótlega.
Adios
Sirrý
Sirrý (IP-tala skráð) 28.3.2008 kl. 15:24
Dirrindí, dirrin, dirrin, dí .....
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2008 kl. 22:04
Koss og knús
Heiða Þórðar, 28.3.2008 kl. 22:15
Þakka þér elsku Þórdís mín sem svarað mínu sinna bloggi ég lét það fara. Guð gefi þér góða nótt og dreymi þér allt það fallega í nótt.
Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2008 kl. 22:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.