4.4.2008 | 07:16
Tíminn lætur ekki hæða að sér ....
25 ára afmælið er nú liðið. Í dag gekk ég í fullorðinmanna tölu og staðfesti þannig barnatrú mína að sið Mótmælenda. Dagurinn var bjartur og fallegur og gekk eins og í sögu.
Ferming í Dómkirkjunni í Reykjavík, Séra Hjalti Guðmundsson prestur sá um vígsluna sem var vel.
Já, heil 25 ár síðan, alveg er þetta merki um að konukroppur er eins ung og hún vill.
Ég var sátt og sæl, þakklát fyrir daginn.
...... er það enn ......
Hásætiskirkjan í San Miguel
Ekki er hægt að ég sé beint kirkjusækin en ég fer öðru hvoru á sunnudagsmorgnum og finn fallegan frið í kaþólsku hæsætiskirkjunni minni. Ég gekk að eiga Fjallið mitt í þessari kirkju og það má segja að það sé dagur sem fer í ánægjupakkann!
Eins og sól í heiði geislaði guð með mér inn kirkjugólfið. Ég fékk brúðarkjólinn korteri fyrir athöfn og það var spenna í kjéddlingunni. Mamma og Vala föðursystir mín aðstoðuðu mig á síðustu stundu í dressið og við pabbi röltum svo bæjinn eins og siður er hér í átt að kirkjunni. Það flautuðu allir og göllu gleðiorðum.
Ég ákvað að vera ekki með skreytingar í kirkjunni og fór morguninn sem ég gifti mig í blómabúðina mína og bað hana að útbúa látlausan vönd. Þessi litli dúllulegi vöndur gleymdist svo heima og ég var eina blómið þennan dag.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Góðan daginn Þórdís mín

Solla Guðjóns, 4.4.2008 kl. 07:26
Þarna fyrir utan kirkjuna eru líka nokkrir pálmar til að faðma, hmm?
Og eins og þú lýsir svo fallega, þá geislaði guð með þér inn kirkjugólfið - yndislegt alveg.
Kærar kveðjur úr norðrinu sem brosir í snjó og einhvers staðar er sólin að blanda sér í málin líka.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 07:52
Ólafur fannberg, 4.4.2008 kl. 08:09
eigðu góðan dag með fjallinu þínu, þið eruð ákaflega krúttleg saman
Margrét M, 4.4.2008 kl. 08:33
Knús inn í daginn dúllan mín
Lína pína (IP-tala skráð) 4.4.2008 kl. 09:13
Elsku Þórdís mín eigðu góða dag með Fjallinu þínu
Þú er draumur í dós þið eruð falleg hjón.
Knús á þig
Kristín Katla Árnadóttir, 4.4.2008 kl. 09:46
Flottar gersemar í gullpotti fórtíðar :)
Knús
Vatnsberi Margrét, 4.4.2008 kl. 10:44
Æðisleg myndin af ykkur, ofsalega fallegt par
Eigðu góðan dag Þórdís mín 
Huld S. Ringsted, 4.4.2008 kl. 13:19
Þú ert svo falleg
Orðin sem þú sendir í gegnum veraldarvefinn ilja hjarta mitt. Eigðu góða helgi í faðmi fjallsins.
Sporðdrekinn, 4.4.2008 kl. 13:22
Sá albesti er búinn að tölta með mér í dag, voða notalegt. Fallegar myndir hjá þér. Kærleikur og yndiskveðja til þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 4.4.2008 kl. 17:49
Hugarfluga, 4.4.2008 kl. 19:52
Til hamingju með 25 ára afmælið
Marta B Helgadóttir, 4.4.2008 kl. 22:45
Hjartans hamingjuóskir með 25 ára afmælið.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 4.4.2008 kl. 23:27
Hamingjuóskir emð 25 ára afmælið.
Svava frá Strandbergi , 5.4.2008 kl. 00:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.