5.4.2008 | 09:19
dem .. með þumalputta á öllum ....
..... þegar ég ætlaði að ýta á "vista og birta" þá hvarf færslan mín. Er verið að nota þolrifin sem hljóðfall eða er ég mætt í vélritunartíma 12 ára stúlku í Mýrarhúsaskóla.
Skyldi ég ná prófinu, get ég hammrað nógu mikið á sem skemmstum tíma?
Hún situr og horfir á hafið, það er blautt og notalegt. Hafið, uppsprettan, yndislegu lífsins gæði. Í huga hennar hefur hún alsett það blóðlitum rósarblöðum er greiða henni leið á yfirborði þess. Hún er hluti af gæðum heimsins og sameinast móður jörð í þeim líkama sem guð gaf henni. Í huganum getum við sigrað stærstu tröll og unnið fínustu verkin. Í raunheimi stöðvar okkur enginn nema við sjálf. Líf í lífi og ljós í ljósi erum við hér til að sigra heiminn, hver á okkar hátt.
Rósin hún teygir knúbba sína í átt til sólar, hún er fögur og fíngerð úr fögrum paradísargarði. Hún, þessi fegurð þrífst í mjúkru móðurmold og í sameiningu þá gefur hún okkur ljúfan ilm og hjartans sýn. Rósin ert þú og við getum í sameiningu sigrað heiminn. Nýr dagur!

Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já þórdís þú kemst vel að orði með það hvernig í raunheiminum við erum stundum okkar verstu óvinir,við sem eigum að elska okkur sjálf,svo göngum við frjáls um göturnar og vorkennum þeim sem eru lokaðir inni í fangelsum,en erum fangar í okkar eigin höfði og hjarta,elskum frekar lífið.
Jón Arason, 5.4.2008 kl. 11:21
Hæjjjj
Rósin mín.
Að sigra heiminn er eins og að spila á pil með spekinglegum svip og SLEPPA ÞVÍ AÐ TAKA Í NEFIÐ.S.S.
Knús inn í daginn
Solla Guðjóns, 5.4.2008 kl. 12:09
Sömuleiðis, bjarta kona!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.4.2008 kl. 12:23
Til lukk með daginn í gær elsku Þórdís mín !!
Vonandi áttu góðan dag í dag sem ég efast ekki um
knús á fjallið og krúttin þín

með bestu kveðju og vor í hjarta :P
Sigrún, 5.4.2008 kl. 12:37
Til lukku með lifið og njótt dagsins, falleg mynd og góð og hlý færsla að vanda. Kærleikur streymir til þín frá Íslandi, það verður gaman að hitta þig aftur í sumar.
Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 13:10
Er þessi fallega kona á myndinni þú? Mér finnst ég sjá svip
Sporðdrekinn, 5.4.2008 kl. 15:44
Takk, kæra bloggvinkona, fyrir fallegu færslurnar þínar og fallegu myndirnar!
Kveðja að vestan
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:30
Blessi þig á fallegum sunnudegi.
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 06:18
Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.4.2008 kl. 09:22
Kær kveðja og knús til þín á fallegum sunnudegi
Dísa Dóra, 6.4.2008 kl. 09:39
Vatnsberi Margrét, 6.4.2008 kl. 10:46
Eigðu fabjúlos sunnudag! Er ekki cava hjá los Ramónes?
Knús í krús
Elín Björk, 6.4.2008 kl. 11:09
Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 11:10
Yndisleg færsla
Marta B Helgadóttir, 6.4.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.