dem .. með þumalputta á öllum ....

..... þegar ég ætlaði að ýta á "vista og birta" þá hvarf færslan mín.  Er verið að nota þolrifin sem hljóðfall eða er ég mætt í vélritunartíma 12 ára stúlku í Mýrarhúsaskóla.

Skyldi ég ná prófinu, get ég hammrað nógu mikið á sem skemmstum tíma?

Við Sjávarmál

Hún situr og horfir á hafið, það er blautt og notalegt.  Hafið, uppsprettan, yndislegu lífsins gæði.  Í huga hennar hefur hún alsett það blóðlitum rósarblöðum er greiða henni leið á yfirborði þess.  Hún er hluti af gæðum heimsins og sameinast móður jörð í þeim líkama sem guð gaf henni.  Í huganum getum við sigrað stærstu tröll og unnið fínustu verkin.  Í raunheimi stöðvar okkur enginn nema við sjálf.  Líf í lífi og ljós í ljósi erum við hér til að sigra heiminn, hver á okkar hátt.

Rósin hún teygir knúbba sína í átt til sólar, hún er fögur og fíngerð úr fögrum paradísargarði.  Hún, þessi fegurð þrífst í mjúkru móðurmold og í sameiningu þá gefur hún okkur ljúfan ilm og hjartans sýn.  Rósin ert þú og við getum í sameiningu sigrað heiminn.  Nýr dagur!

Heart
Ég dró rún fyrir daginn
Isa er rún kyrrstöðu er segir mér að ég eigi að slaka á því framundan gætu verið átök.  Ég sé átök sem vinnu.  Ég ætla að nota kyrrstöðuna til að hugleiða hvað gæti verið best og í hvað orkan á að fara.  Isa er líka boð um nýtt líf sem má túlka á marga vegu!
Eigið lukkunnar laugardag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Arason

Já þórdís þú kemst vel að orði með það hvernig í raunheiminum við erum stundum okkar verstu óvinir,við sem eigum að elska okkur sjálf,svo göngum við frjáls um göturnar og vorkennum þeim sem eru lokaðir inni í fangelsum,en erum fangar í okkar eigin höfði og hjarta,elskum frekar lífið.

Jón Arason, 5.4.2008 kl. 11:21

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæjjjj Rósin mín.

Að sigra heiminn er eins og að spila á pil með spekinglegum svip og SLEPPA ÞVÍ AÐ TAKA Í NEFIÐ.S.S.

Knús inn í daginn

Solla Guðjóns, 5.4.2008 kl. 12:09

3 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Sömuleiðis, bjarta kona!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.4.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Sigrún

Til lukk með daginn í gær elsku Þórdís mín !!
Vonandi áttu góðan dag í dag sem  ég efast ekki um

knús á fjallið og krúttin þín
með bestu kveðju og vor í hjarta :P

Sigrún, 5.4.2008 kl. 12:37

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með lifið og njótt dagsins, falleg mynd og góð og hlý færsla að vanda.  Kærleikur streymir til þín frá Íslandi, það verður gaman að hitta þig aftur í sumar. 

Ásdís Sigurðardóttir, 5.4.2008 kl. 13:10

6 Smámynd: Sporðdrekinn

Er þessi fallega kona á myndinni þú? Mér finnst ég sjá svip

Sporðdrekinn, 5.4.2008 kl. 15:44

7 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Takk, kæra bloggvinkona, fyrir fallegu færslurnar þínar og fallegu myndirnar!

Kveðja að vestan

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 5.4.2008 kl. 18:30

8 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Blessi þig á fallegum sunnudegi.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 06:18

9 Smámynd: Guðborg Eyjólfsdóttir

 

Guðborg Eyjólfsdóttir, 6.4.2008 kl. 09:22

10 Smámynd: Dísa Dóra

Kær kveðja og knús til þín á fallegum sunnudegi

Dísa Dóra, 6.4.2008 kl. 09:39

11 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Vatnsberi Margrét, 6.4.2008 kl. 10:46

12 Smámynd: Elín Björk

Eigðu fabjúlos sunnudag! Er ekki cava hjá los Ramónes?
Knús í krús

Elín Björk, 6.4.2008 kl. 11:09

13 Smámynd: Huld S. Ringsted

Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 11:10

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Yndisleg færsla

Marta B Helgadóttir, 6.4.2008 kl. 21:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband