6.4.2008 | 11:48
Ég er að bráðna ....
.... ekki grín því hitinn er hrikalegur!
Kanski er ég ekki innstillt á þetta hitamunstur en það væri óskandi að einhver auka kg fykju bara norður og niður í orku sólar.
Ég fór í messu með syni mínum. Það var notaleg og góð stund, presturinn Lúkas er gifti mærina er hreint yndi og sungum við um guð í hjartanu, um guð í þér og í mér. Eftir messu fórum við mæðgin á kirkjutorgið og pöntuðum okkur kælandi drykki og lítinn poka af GRENNANDI flögum.
Það er svo gott að vera með guð í hjartanu og dreggjar blóði krists gærkvöldsins. Já, nú fór ég alveg með heilagleikann!
Í gær vorum við hjónin í matarboði hjá kærum vinum er búa rétt fyrir utan bæjinn og áttum góða stund. Húsfreyjan Sigrún var búin að útbúa sönghefti og bara svo það sé alveg á hreinu þá er ég nánast raddlaus í dag. Fékk smá kraft við messusöng en svonnnnnna eretta bara!
Eftir dýrindis kvöldverð; lax í forrétt, nautalundir í aðalrétt og tiramisu og jarðarber í eftirrétt .... sannkallað lúxus slurp býður sunnudagshádegisverðarfundur með tengdó.
Elín vinkona var að hafa áhyggjur af mér hvort það væri ekki örugglega bubblur hjá tengdó ??? Carmen klikkar ekki á perlandi víni með sinni einstöku Miðjarðarhafsmatargerð! Og, svona bæ ðe vei þá mun ég taka upp nafnið Carmen þegar ég verð orðin spænskur ríkisborgari til helminga!
Er í stuði með guði, er að mála og viðfangsefnið er ástin enn eina ferðina. Sem er gott! Hvað er betra en ástin??? Við erum svo yndisleg einhvernvegin þegar ástin kraumar í hjartanu okkar.
Ástin, Olímynd á striga 81 x 100
mynd í vinnslu
Ég er að hlusta á æðislega tónlist, kvæðaljóð og þjóðlög en Bára Grímsdóttir hefur sterka og fallega rödd og þetta er tónlist að mínu skapi! Ég mæli með að þeir sem hafi áhuga á fögrum og gefandi tónum skoði tónlist hennar. Konfekt!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:54 | Facebook
Athugasemdir
Oh please sendu okkur hitann til okkar á fróni
En svakaleg hefur verið gaman hjá ykkur kæra Þórdís mín eða á kalla þig Carmen neiiiii ekki núna. 
Eigðu góðan sunnudag kæra Þórdís.Kristín Katla Árnadóttir, 6.4.2008 kl. 12:20
Við gætum nú alveg þegið smá hitasendingu hér, snjórinn myndi þá kannski fara
Kveðjur úr snjónum
Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 6.4.2008 kl. 12:25
Vildi að hitinn á Spáni væri kominn hingað. Eigði góðan dag.
Svava frá Strandbergi , 6.4.2008 kl. 13:54
Ég vildi að ég og þú værum á svölunum þínum að drekka ísalt cava g tjatta af okkur rassgatið
hafðu það hott og gott elsku vinkona knús á þig og þín
kv sigrún
Sigrún, 6.4.2008 kl. 16:14
Mmmm, gæti alveg þegið smá hita í kroppinn, en í staðinn á ég hlýjan faðm vísan til að halda á mér hita.
Já, ástin er best best best! Blessun til þín.
Hugarfluga, 6.4.2008 kl. 16:34
Vona þú eigir "sizzlandi" fínan sunnudag hjá tengdó!
Knús á ykkur og þú mátt skila slíku líka til þeirra
Elín Björk, 6.4.2008 kl. 17:38
Já, á þetta ekki að renna af eins og smér í svona hita?!?
Sporðdrekinn, 6.4.2008 kl. 18:06
Ohh ég sko alveg búin til fyrir svona hita, skil ekkert í mér að búa hérna!!! Mér líst vel á Carmen nafnið, mundi hæfa þér vel
Huld S. Ringsted, 6.4.2008 kl. 19:40
Elska hitann ...svo lengi sem hann er undir 30 stigum
Knús
Marta B Helgadóttir, 6.4.2008 kl. 21:35
Ásdís Sigurðardóttir, 6.4.2008 kl. 23:29
Flott mynd, kemur hún með þér í sumar? Ég öfunda þig af hitanum, þ.e.a.s. ef hann er ekki mikið yfir 30 gráður. Og öfunda þig af matnum sem þú lýsir. Carmen er flott nafn. En afhverju Carmen, afhverju ekki Zordis? Er Carmen dýrðlinganafn?.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.4.2008 kl. 00:23
Hæ sæta spæta...ég vissi ekki að þú hefðir verið með sýningu á Íslandi um páskana sniff sniff

þú verður vonandi aftur með sýningu á Íslandi?
Lena pena, 7.4.2008 kl. 20:00
Já góða mín nú fórstu með heillagleikan
Carmen mun hæfa þér vel......sé einhvernvegin fyrir mér nautabana "jæ elsker carmen ,Garmen elsker mæ........"
Solla Guðjóns, 7.4.2008 kl. 22:30
OOO ekki GARMEN eins og garmur eða eitthvað
Solla Guðjóns, 7.4.2008 kl. 22:31
Sé þig í anda, með einn pensil í munni og hinn í hendi, berfætta við trönurnar, hlustandi á íslenskar kvæðastemmur. Dásamleg tilhugsun.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.4.2008 kl. 22:52
ummm ég myndi þyggja eins og nokkrar gráður af hitanum þínu hingað
Margrét M, 8.4.2008 kl. 08:57
Ég þarf að finna þesssa tónlist og hlusta..finnst alltaf svo gaman að eignast nýja uppáhalds..sérstaklega ef hun ómar spes og lætur mann hríslast.
Njóttu hitans og heilagleikans...þó það geti á stundum orðið of mikið af hinu góða með hvorutveggja!!
Smús
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.4.2008 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.