8.4.2008 | 23:58
Næstum því ...
...... já, svo nálægt því!
Þá fer þetta höfuð bara að hugsa og tekur allan hjartastuðulinn í bakaríið og Goðaheimur hellir sér yfir mig og grýtir í mig rúnum sem segja mér að halda mér fast á töframottunni.
Já, og ég ákvað að verða bara þæg.
Siló minn var hinn merkilegasti köttur og það er lítið meira um það að segja nema kanski að þegar að ég stóð við gömlu eldavélina í húsinu sem l-afi minn og l-amma bjuggu í þá sat krúttið á öxlinni á mér og lét mig vita þegar sporðurinn hans væri akkúrat perfekt gerður!
Svo dó hann og ég grét úr mér augun en er búin að jafna mig. Systir vinkonu minnar sagði, hvað er eiginlega að henni Zordísi og vinkona mín svaraði " hún var að missa kisuna sína" .....
Systirin hló en ég fór hálfskælandi á leikrit með Hr. Guðmundi. Ég naut þess ekki en nærvera Hr. Guðmundar var góð og ekki urðum við hjón þrátt fyrir góða nánd (takk Hrönn).
Allt í einu er ég farin að hugsa og spá.
Stend á gati og veit minna en þá.
svo horfi ég í tóm augun grá,
og undrast, og undrast -
- hvaða augu eru þetta?
Mín eru grænblá.
Næstum því sem ekki varð, verður nú að öðrum dag.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
HOLA.......óla.......Halltu þig bara á brún skinsamlegra marka........Það er töff.
Lovjú.
Solla Guðjóns, 9.4.2008 kl. 00:06
Fallega dapurlegt, skemmtilega skondin mynd, og tilfinning sem segir manni að: "það verður". þegar búið er að slaka bara á.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.4.2008 kl. 02:24
Frábær og skemmtileg mynd og færslan gerir hana enn betri.
Eigðu góðan dag
Dísa Dóra, 9.4.2008 kl. 07:51
Láttu ekki deigan síga, Guðmundur - leikrit eftir Hlín og Eddu .... þar sem ég lék í korseletti í litlu hlutverki...
datt það bara í hug þegar ég sá nafnið Guðmundur og "leikrit" saman - kemur þessu kannski ekki beint við.
Kærar kveðjur úr norðrinu sæla.
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 07:55
Hrönn Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 09:19
Hæ dúllan mín, knús á þig inn í magnaðann miðvikudag
zoti (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 09:38
Sporðdrekinn, 9.4.2008 kl. 13:19
dásemdar manneskja ertu kona kynleg!!!
dýr eru dásamleg og gera svo margt fyrir okkur.
Blessi þig
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.4.2008 kl. 15:58
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.4.2008 kl. 20:20
Smart nærföt
Bidda (IP-tala skráð) 9.4.2008 kl. 20:31
Marta B Helgadóttir, 9.4.2008 kl. 23:17
Brynja skordal, 9.4.2008 kl. 23:46
Ég kann ekki að senda svona kalla
Jón Arason, 9.4.2008 kl. 23:57
Huld S. Ringsted, 10.4.2008 kl. 00:11
Mikið þykir mé væntu þig knús
Kristín Katla Árnadóttir, 10.4.2008 kl. 15:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.