29.10.2006 | 10:07
Kirkjulaus Sunnudagur ...
Nú hefur klukkunni verið breytt og má segja að Spánlendingar séu nær því ilhýra í tíma. Einungis klukkustundar munur á milli okkar. Vantar bara að flugtíminn styttist en þá þarf væntanlega bara meðvind báðar leiðir eða, betra járnfugla!
Ungur vinur okkar gisti alla helgina og allt gengið vel með stráklingana. Við mæðgur höfum látið okkur líða vel með hvor annari og nú er stefnan tekin á El Campo og þar skal snætt hádegisverðinn með bestu lyst. Alltaf gaman að koma til tengdó. Hún hringdi í morgun og ég var ný skriðin fram úr, á meir að segja eftir að taka sýrimanninn úr augunum. Sturta mig og njóta svo verðursins. Í dag er gylltur dagur, "virðist vera gylltur í gegnum gardínurnar" ..........

Geðveik Jól eru í fæðingu. 5 stk bíða innfyllingar og ætar frúin að mála seinnipartinn í dag hjá tengdó! Taka til dótið og sitja útivið og mála. Vona að birtan trufli ekki því sólin er sterk og skilyrðin stundum allt of glimmrandi. Of mikið af því góða!
Er að bíða eftir tilboði í kortin, bað um 5000 stk og mun blanda saman jóla og gjafa .... tækifæriskort júnó! Allt í gangi, tíminn flýgur frá mér því er ekki að neita og ég er farin að sjá fram á enga sýningu um áramótin. Bíð eftir svörum frá einum sýningarsal hér á spáni en þeim liggur víst ekki lífið á að gefa svörin. Svona er lífið sem kemur hvergi á óvart. Lífið sem við hnoðum og vörpum svo yfir til næstu kynslóðar. Það er aldrei offarið í þessari blessaðri veröld.
Góðar stundir!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já, mikið og margt í gangi, auðvitað sérðu fram á sýningu um áramótin, þú getur allt!
Hlakka til að upplifa Geðveik Jól í lit!!
Elín Björk, 29.10.2006 kl. 11:13
Alltaf fjör með lífið í lit.
Vatnsberi Margrét, 29.10.2006 kl. 18:51
Alltaf nóg að gera í góða veðrinu á Spáni.
Solla Guðjóns, 30.10.2006 kl. 08:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.