11.4.2008 | 15:05
Skilaboð hjarta þíns, vellíðan ...
og vanlíðan ( ekki má gleyma jafnvæginu ) munu vísa mér á rétta braut.
Það er sólríkur föstudagur og ég er búin að áorka helling í dag. Mér líður eiginlega eins og íslending núna. Búin að vinna vikuna á 2 dögum! Ég dró spil sem heitir Einbúinn IX en það er margt til í því sem spilið segir. Það er náttúrulega mest til i sjálfri mér, vera sammála eða ekki og öfugt!
Ég er að fara að skrifa bréf og ætla að senda með póstþjónustu Iberíuskaga, ekki sú fljótasta en skilar sér oftast á endanum. Ég var iðin að senda, sendibréf hér áður, þegar ég átti enga tölvu, átti í raun fátt nema sjálfa mig ( fer alveg á flug með hugmynda aflið og það sem skiptir máli núna ). Var alsæl með fyrsta farsímann minn og þótti nú bara fínt að eiga þannig tæknitól. Í dag þá liggja þeir í hrúgum út um allt hjá fólki og það er enginn maður með mönnum nema að eiga nýjustu gerð!
Ástæðan fyrir bréfaskrifum er að ég fann gömul bréf og þótti yndislegt að lesa m.a. bréf frá ömmu heitinni og frá góðri vinkonu. Það er svo miklu persónulegra þegar þú sérð rithönd viðkomandi, færist á óskiljanlegan hátt nær!
Ónefnd, flís 40 cm
Smá sýnishorn handa ykkur kæru bloggvinir, mínir ötulu stuðningsmenn og konur. Ég er eins og megabeib á heitu bárujárnsþaki að steppa trilltan dans. Nóg að gera en í kvöld er það fundur með góðu fólki sem var að taka skrefið. Fólk sem lét verða af dottlu.
Langar að segja svo margt en þarf að halda mér við efnið.
Njótið helgarinnar
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
O já, það var svo gaman að fá bréf
Það er kraftur í þér kona og mér líst vel á þig, eigðu yndislega helgi
Sporðdrekinn, 11.4.2008 kl. 16:58
Fallegar flísarnar þínar, Þórdís. Njóttu helgarinnar ... hlakka til að heyra um "næstu skref" ykkar.
Hugarfluga, 11.4.2008 kl. 21:39
Jiii ef þú bara vissir um mín næstustu skref.....vellíðan og hjartasöngvar óma.
Knús til þín duglega gyðja.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 11.4.2008 kl. 21:42
Góða helgi Þórdís
Huld S. Ringsted, 12.4.2008 kl. 09:28
Góða helgi skvís
Dísa Dóra, 12.4.2008 kl. 10:11
Góða helgi elsku Þórdís mín
Þú ert svo dugleg
Kristín Katla Árnadóttir, 12.4.2008 kl. 10:49
Hrönn Sigurðardóttir, 12.4.2008 kl. 11:53
Alveg rétt hjá þér að skrifa bréf er þúsund sinninum persónulegra og innihaldsríkara.Skemmtilegra að skrifa og fá.
'onefnd er rosaflott
Solla Guðjóns, 12.4.2008 kl. 12:51
Sendibréf, handskrifaðar arkir, umslög með snjáðum frímerkjum, yndi, yndi, yndi .... vildi að ég ætti en öll gömlu bréfin mín, sem ég hef flestum hent í mismunandi bílskúrstiltektum í mismunandi hverfum borgarinnar og mismunandi heimsálfum...!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 12.4.2008 kl. 14:17
Hafðu það gott um helgina kæra Zordis! Vonandi nýturðu fundarins eins og þú hefur notað þessa kraftmiklu íslensku "vinnuviku".
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 12.4.2008 kl. 18:27
Mér finnst gaman að skrifa bréf, en ég er svo slappur í úlnliðnum að eftir að hafa skrifað í smástund þá fæ ég verki. Einnig getur langvinn grautarmennska gert mér lífið leitt ... en sumt getur maður alltaf gert samt...
Handskrift er alltaf persónulegri - og ég álpaðist líka inn á gömul bréf um daginn og það fékk hugann til að fljúga á fullt!
Knús og kveðjur og hjörtu til þín
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 12.4.2008 kl. 19:43
Ég elska bréf, að skrifa þau og fá þau. Það er eitthvað rómantískt og persónulegt sem fylgir bréfum. Ég sendi stundum póstkort (af stærri gerðinni) til vina erlendis.
Góða helgi Þórdís mín.
Marta B Helgadóttir, 12.4.2008 kl. 22:20
Ég á fullan plastpoka af bréfum frá æskuvinkonu minni sem ég geymi eins og dýran fjársjóð inni í stofuskáp. Tek þau fram öðru hvoru og les þau og rifja upp unglingsárin og hvað við vorum að bralla saman þá vinkonurnar. Ég á líka ennþá fermingarskeytin mín og afmælisskeyti fra´því ég var 3ja ára gömul.
Eigðu góða helgi.
Svava frá Strandbergi , 13.4.2008 kl. 00:56
Elsku Zordis, góða helgi og takk fyrir innlitið, myndirnar þ´inar eru mjög flottar
, hvað er verðið ca á þeim.
Knus á þig
Kristín Gunnarsdóttir, 13.4.2008 kl. 08:03
Góða helgarrest elskan
Heiða Þórðar, 13.4.2008 kl. 13:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.