Ritskoðun Móður

Það má segja að gærköldinu hafi verið eytt í blaður og þvaður í síma og tölvu.  Við snæddum ágætis pizzu og létt í glasi með því.  Það var enginn svangur á heimilinu svo við leyfðum okkur smá svona útúrdúr í tilefni Hrekkjavökunnar.  Það var dinglað hér frameftir og krakkarnir gáfu nammið og gjafirnar sem þau fengu (Íris Hadda) fyrr um daginn.  Dúllan fór í Hrekkjapartý hjá enskri vinkonu og fékk ég að heyra;

Hversu mikill snillingur enska móðirin er!  Hún gerir svona appelsínu kokteila, svona Melónu-Grímu Hrekkjavöku andlit.  Svona kúlur og svona hitt!

Það er sem ég segi.  Segja bara upp í vinnunni og byrja á því að verða súper móðir og hnoða úr einum launum!  Já það má íhuga það þegar enginn tími vinnst til að mála vegna eftirspurnarinnar!

Talandi um mæður þá átti ég gott samtal við mína og sagði ég henni frá Geðveikum Jólum!  Hún er nú þegar búin að ráða sig í sæti ritstjóra og vill söluskoða allt sem fer frá mér.  Aha ....  Vill ekki að geðveikin verði of mikil.  Vill gefa mér góð ráð, vill vera mér sú móðir sem ég man eftir.

He he he, Elsku Mamma, ekkert lamb að leika sér við.

 Hin almenna móðir og móðir hennar, tvær kynslóðir kvenna sem eru útivinnandi.  Börnin okkar alast upp í höndum hámenntaðra fóstra eða aðkeyptra "dagmæðra"

 

Hin almenna móðir og amma = útivinnandi

 

 

Mér lék nú það lán til að vera heima með báðum börnunum mínum til rúml. 3ja ára aldurs og þakka fyrir það.  Börnin mín alast upp hjá ósköp venjulegri kerlingu sem spilar á því siðferði sem silfurskeiðin innhélt!  Ást og umhyggja til barna okkar er skilyrt og við óskum þessum elskum það besta í lífinu og verðum að vera þeim agi og aðhald.  

Af öllu sem ég hef tekið mér fyrir  hendur þá er móðurhlutverkið eitt af því dásamlegasta sem mér hefur verið falið.  Krefst skynsemi, vandvirkni og útsjónarsemi.  Krefst þess að við séum til staðar öllum stundum.  Krefst alls þess sem býr í okkur! 

Best að vekja húskarlinn minn, faðir barnanna sem er okkur sterkur á svellinu.  Góð heild hefur nýjan dag.  Bara gaman!  Smá kaffi og nokkrar geðveikar strokur meðan barnatíminn tekur enda!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Já, venjuleg móðir held ég ekki þú sért, EINSTÖK móðir vil ég frekar segja. Og appelsínukokteilar eru örugglega vondir, myndi frekar velja á fernu ha! og melónuhvað...thíhí...nei, það er örugglega framúrskarandi móðir þessi enska, en það er ekki hægt að gera ALLT er það?

Elín Björk, 1.11.2006 kl. 17:07

2 Smámynd: Solla Guðjóns

LaughingGaman að geta notað svona hér.SmileViss um að þrátt fyrir allt þá slær hin enska móðir þér ekki viðLaughingjá og mamma þín að reyna hafa hemil á þérLaughingþÚ VEIST HEIMAGERÐA SULTAN HENNAR MÖMMU ÞINNAR ER HREINLEGA NIÐURSOÐIN ÁST,,,,,,,,,,,Kiss

Solla Guðjóns, 1.11.2006 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband