20.4.2008 | 23:24
Ljúfir tónar og litaspjald ....
Yndisleg helgi er á enda þar sem ýmislegt hefur verið brallað. Sambland ad leik og starfi og áhugamálum.
Ég hef ekki setið auðum höndum undanfarið, heldur setið iðin með pensil í hönd. Sem er svo sem ekkert nýtt því þannig uni ég mér best! Sniðugt að hugsa til þess þegar ég sveif á Fjallið mitt og benti honum á hvað hann væri lánsamur að eiga mig. Já, sniðugt ... þar sem mínar geðlægu hvatir færu á striga eða flís. bla bla bla .... Júpp hann er lánsamur þessi elska og það þarf vart að tíunda hér. Hvert og eitt einasta pund léttir hans lund ... Ég er líka heppin, viðurkenni það
Allar flísarnar eru unnar með akrýl litum á mismunandi tegundir af þakflísum. Ég setti inn eina af eldri flísum með þessum en ég er að leggja lokahönd á eina sem fylgir þessum í rauninni.
Ég setti mér markmið sem er gott en það hefur allt farið fyrir ofan garð og neðan en það mun þó ekki halda aftur af mini - me, hrædd um ekki.
Nú er kroppurinn orðin þreyttur eftir daginn, þvílíkt puð að fara í lönns til tengdó og fá þar úrvals þjónustu. Hvar væri ég í þessu lífi ef ég ætti ekki svona dásamlega tengdó, sem tók að sér lítinn dreng og ól hann upp samkvæmt frábærri uppskrift eða er það forskrift .... Já, það má nú segja að lánið leiki við kjéddlingar kropinn.
Nóttin yljar mér til morguns
undir ikea sæng
þá kemur dagur
glaður,
já, himinglaður,
geislar af honum
sumarbragur
.......
Já, alveg snar!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:29 | Facebook
Athugasemdir
Snillingurinn minn, þetta eru fallegar flísar hjá þér


Held ég sé mest skotin í krummanum sem faðmar rauðklæddu konuna
Knús á þig vinkonan mín
zoti (IP-tala skráð) 20.4.2008 kl. 23:30
Hugfeng veiði slær í gegn hjá mér.
Knús til þín snúllan
Marta B Helgadóttir, 20.4.2008 kl. 23:32
Alltaf sama fegurðin í myndunum þínum. Eigðu ljúfa viku mín kæra
Ásdís Sigurðardóttir, 20.4.2008 kl. 23:42
Að vanda eru verkin þín falleg Zordis mín.
Eigðu yndislegan Mánudag
Sporðdrekinn, 21.4.2008 kl. 01:38
flottar myndir eins og alltaf
Ólafur fannberg, 21.4.2008 kl. 07:55
Nú er ég ástfanginn af síðunni.
Þér ég ást mína tjái því.....og ..þú ert mín eina sanna...og í hálsakoti.... eru undur falllegar..og já allar flýsarnar eru frábærar.
Þið Fjallið eruð heppin með hvort annað.
Solla Guðjóns, 21.4.2008 kl. 08:31
Fallegar myndir Þórdís mín eins og alltaf hjá þér. Eigðu góðan dag ljósið mitt
Kristín Katla Árnadóttir, 21.4.2008 kl. 11:06
friður sé með yður, og fallegar myndir kæra kona
Blessi þig og þína
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 21.4.2008 kl. 14:06
Vá hvað þær eru flottar flísarnar - á erfitt með að gera upp á milli hver er flottust
Dísa Dóra, 21.4.2008 kl. 15:27
Alltaf jafn fallegar þessar flísar þínar
Huld S. Ringsted, 21.4.2008 kl. 20:41
Alveg er ég heilluð af flísunum þínum. Synd var og skömm að komast ekki á sýningu þína. Gengur betur næst. Góða nótt, elsku kvinna.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:07
Æðinslegar myndir hjá þér, þú ert algjör snillingur
Guðborg Eyjólfsdóttir, 21.4.2008 kl. 22:36
Helló
Ég er næstum því sammála svandísi nema að mér finnst þið svo heppinn að hafa fundi hvort annað
Þetta heitir hreinlega örlögin
Og þín eru falleg en sem komið er og eiga bara eftir að batna
Mér er farið að hlakka til nærverun ykkar í sumar..........
knús í kross
Sigrún, 22.4.2008 kl. 08:06
Æðislega flottar flísarnar snildaverk hafðu það ljúft Elskuleg
Brynja skordal, 22.4.2008 kl. 22:58
Kom hér inn svífandi með koss og knús handa þér.
Heiða Þórðar, 22.4.2008 kl. 23:24
Fallegar flísarnar þínar, ef ég hefði ráð þá mundi ég svo sannarlega kaupa af þér flisamyndir, meiriháttarflott
Knus til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 23.4.2008 kl. 07:51
yndislegar flísar að vanda ,,, er eiginklega enþá pínu svekkt að hafa ekki komið á sýninguna
en ég verð að eiga það inni
Margrét M, 23.4.2008 kl. 09:26
Flottar flísar :)
Vatnsberi Margrét, 23.4.2008 kl. 15:31
Flísar þínar flottar málar,
fleka hugarfylgsni mín.
Sumar komið, sjást barrnálar,
sætar kveðjur yfir til þín.
Gleðilegt sumar elsku besta Zordis - takk fyrir frábæran vetur og takk fyrir að vera þú!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.4.2008 kl. 02:15
Gleðilegt sumar, listakona!
Hugarfluga, 24.4.2008 kl. 10:27
Gleðilegt sumar og takk fyrir bloggveturinn Þórdís mín
Marta B Helgadóttir, 24.4.2008 kl. 10:58
Gleðilegt sumar Þórdís mín! Nú finnst mér rauðvínskonan mín vera einmana. Ég held hún þurfi að eignast vini. Blávínskonu eða kaffikonu eða hvað eina. Þær eru svo sannarlega flottar flísarnar þínar.
Guðrún S Sigurðardóttir, 25.4.2008 kl. 21:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.