Spádómar og spéhræðsla ...

...... já, spá og spé!

Fjallið klikkaði á að stilla náttborðshanann og sofnaði við sjónvarpið.  Ég var á fótum til að verða 02.00 sem var hluti af hangsi og kaffidrykkju.  Spjallaði á msninu við góða vinkonu sem kemur von bráðar í heimsókn til mín, ekki bara einu sinni heldur 2x á skömmum tíma en það ætla ég ekki að tíunda hér.

Lífið er gott og þakklætið getur ekki verið meira þegar ljótleikinn þyrmist að úr öllum áttum.  Heiminum veitir ekki af jákvæðni og hlýrri hugsun.  Við þurfum að taka höndum saman og hlúa að jörðinni og gefa henni meiri ást því ást uppsker ást.  Já, er sko sannfærð að við getum öll gert meira.

Við getum lagt meira á skálar vogar í þágu þess er stendur okkur næst og við getum látið okkur annt um nágranna okkar af hreinni hjartans fegurð.  Hálfgerð keðjuverkun þar sem bros gefur bros og betri líðan.

Hjartað í mér er á sínum stað en það er búið að vera skrítin tilfinning þar í gær, skil hana ekki en hún datt niður á þessa hugsun um að láta gott af sér leiða og innleiða meiri kærleik í umhverfið.

Spádómarnir bíða þerrun í blómlegum postulínsbollanum ....  Hvað skyldu droparnir hvísla að mér, já hvað gæti það svo sem verið?

Spéhræðslan er 7 ára drengur sem vill ekki vera í stuttbuxum sem ná ofan fyrir hné !!! Já, herregud nu er jeg helt Blush .....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hvolfdu nú fyrir mig kærleiksbolla meðan ég stytti sumarkjólinn minn....svo ætla ég að kíkja betur í hjarta mitt og sjá hvað situr þar svona fast.

Sumarknús inn í daginn. 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 29.4.2008 kl. 08:08

2 Smámynd: Margrét M

gaman hjá þér að fá vinkonu í heimsókn til þín ..

Margrét M, 29.4.2008 kl. 08:54

3 Smámynd: Dísa Dóra

Svo sannarlega rétt að gott leiðir af sér gott.  Verður oft hugsað til bíómyndarinnar pay it forward en óskandi væri að allir tileinkuðu sér þema hennar

Dísa Dóra, 29.4.2008 kl. 09:24

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já það er satt allir að taka höndum saman og elska og fyrirgefa.

Knús á þig fyrir falleg orð.

Kristín Katla Árnadóttir, 29.4.2008 kl. 09:46

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hví vill ekki stráksi vera í stuttbuxum? Er einhver að stríða honum?

Knús á þig kærleikskona

Hrönn Sigurðardóttir, 29.4.2008 kl. 11:11

6 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Knús

Vatnsberi Margrét, 29.4.2008 kl. 11:41

7 Smámynd: Huld S. Ringsted

Kærleiksknús

Huld S. Ringsted, 29.4.2008 kl. 12:56

8 identicon

Undarleg tilfinning í hjartanu núna en ég rembist eins og rjúpan ...

Hrönn, drengnum finnst hann vera med hár á fótunum .... en zad fer nú ekki mikid fyrir zeim.  Eftir ad hafa badad sig í eigin fegurd spegilsins sagdi hann " ok mamma ég fer bara svona "  Endalaust lítid krútt!

Takk fyrir innlitid 

zordis (IP-tala skráð) 29.4.2008 kl. 14:10

9 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Robert Baden Pawelts skátahöfðingi sagði;

"Reyndu að skilja við heiminn betri en þegar þú komst í hann".

Eigum við ekki öll að reyna það? 

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 29.4.2008 kl. 15:37

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég þekki þessa spé hræðslu, minn elsti vill helst vera í "stutt" buxum sem ná niður á miðja kálfa. Ég hef sagt við hann "Þetta eru ekki STUTTbuxur!" en honum er ekki haggað

Þú breiðir út kærleika með hverju bloggi þínu elsku Zordis  

Sporðdrekinn, 29.4.2008 kl. 15:40

11 Smámynd: Solla Guðjóns

Falllega þú kærleikskveðjur til þín og Enna og Fjallsins og Írisar Höddu og móður jarðar.

Eiginlega alheimskoss við svona færslu

Solla Guðjóns, 29.4.2008 kl. 15:44

12 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Alveg er drengurinn dæmalaus!

Hafðu það gott í hjartanu og öðrum líkamspörtum, kæra kona.

Ég bakaði öngvar vöfflur en eftir að þú stakkst uppá því, hef ég bakað hundrað í huganum og látið mig langa óendanlega í slíkt bakkelsi ....  Áttu mynd af konu að baka vöfflur? Það er dásamleg "erkitypa"..... 

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 29.4.2008 kl. 22:05

13 identicon

Ást til þín svítí

zoti (IP-tala skráð) 30.4.2008 kl. 00:15

14 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Smekkvís ungur herramaður, það er fallegra að þær nái niður fyrir hnéskelina.

Marta B Helgadóttir, 30.4.2008 kl. 00:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband