6.5.2008 | 22:22
Stjörnuóð .....
Steingeit: Nokkrar minniháttar upplýsingar gætu komið þér í uppnám. Ekki sjá fréttir sem slæmar eða góðar. Ef allt er hlutlaust geturðu notað það eins og þér hentar.
Ég hef alltaf litið á það að ef sjálfið er minniháttar þá getum við snert okkar eigin nánd. Að geta hugleitt og opnað hugann fyrir eigin þróun, fundið jafnvægið ......
Fyrir framan mig voru falleg blóm sem keypt voru í tilefni mæðradagsins hér á Spáni, ég fór ein á markaðinn þar sem börnin mín nenntu ekki að hreyfa sig og Fjallið var í golfi (nu) nei, nei, hann var ekki í gólfinu heldur að reyna að hitta litla hvíta kúlu með kylfu!!!
Já, þessi fallegu blóm eru búin að gefast upp, duga venjulega vikuna og rúmlega það en voila .... nenna bara ekki að vera hérna lengur!
Í morgun kom eitt lítið kjánalegt atvik mér í uppnám, og ég er ekki búin að hrissta það af mér ennþá. Sko, þetta er bara svo kjánalegt en pirrar samt að eitthvað sem hvorki er gott né slæmt og hlutlaust með öllu geti potað svona í konu. Jæja, best að dusta kjánaprikið af öxlinni og leggjast uppí með góða bæn í hjartanu og óska öllum konum og körlum kærleika og gæsku.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Sofðu rótt og dreymi þig vel.
Ásdís Sigurðardóttir, 6.5.2008 kl. 22:36
Æi þú ert yndisleg og góð elsku Þórdís mín. Knús inn í nóttina
Kristín Katla Árnadóttir, 6.5.2008 kl. 22:56
Frábær...og flottir krakkar góða nótt
Halla Vilbergsdóttir, 6.5.2008 kl. 23:15
Sveif hér um í geislum þínum. Eigðu ljúfa nótt
Hrönn Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 00:54
Þú ert svo falleg sál "óska öllum konum og körlum kærleika og gæsku." svo fallegt.
Knús og fallegar hugsanir til þín
Sporðdrekinn, 7.5.2008 kl. 02:07
Gleymdi: Þú átt falleg börn
Sporðdrekinn, 7.5.2008 kl. 02:08
já það er svo skrítið þegar eitthvað sem hefur gerst og maður er kannski alveg sáttastur við það, og það kemur bara upp aftur og aftur og vil bara láta muna sig hvað sem tautar og raular. ég segir alltaf friður veri með því og læt hendurnar mína veifa hugsununum mínum í burtu.
falleg börnin þín zordís.
knús inn í daginn.
steina sem er sólarmegin í lífinu
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 7.5.2008 kl. 06:13
þetta eru dúllur þessi börn sem þú átt
Margrét M, 7.5.2008 kl. 08:35
Falleg börn sem þú átt og nýja myndin af þér er æðisleg! Góða viku, sæta mín.
Hugarfluga, 7.5.2008 kl. 10:43
Falleg eru krúttin þín hafðu ljúfan dag elskuleg
Brynja skordal, 7.5.2008 kl. 11:59
Sætir krakkar! Þú hristir af þér pirringinn og greinir kjarnann frá hisminu. Farin að þekkja þig ....!!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 7.5.2008 kl. 21:38
Mikið áttu falleg börn, það er nú kannski ekkert skrítið,
því þau eiga svo fallega móður.
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.5.2008 kl. 22:10
Hæ hó þessi fór fram hjá mér.
Stundum verð þessar elskur að klessum sem er allt í lagi nema akkúrat þegar við viljum ekki að þau séu klessur
Solla Guðjóns, 9.5.2008 kl. 09:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.