9.11.2006 | 20:36
Bömp-fær um jól ....
..... Er það nema von að andlitið á mér fari í kross og hryggurinn stirðni af tilhugsuninni um það að bömpa sig inn í nýja árið! Það er engin að tala um að hömpa heldur bömpa á þann mæta máta er foreldrar mínir gerðu forðum.
Geðveikt hvítt hringlaga kasettutæki og spólurnar voru óvenju þykkar og bara mjög skrítnar! Háir hælar pabba með 300 metra af skóreimum, hvít jakkaföt og einn 2-faldur vodki í kók fyrir "Röðul" sem mér skilst að hafi hlotið klúbbsnafnið síðar og er í dag eitt stk hótel.
Setti inn eina mynd af mö og pa í diskógallanum! Já það voru dagar í lagi. Þegar börn léku sér að kökuskrauti, dömubindum og gömlum þurrkuðum hundasúrum!
Ýkjur að hluta en kökuskrautið alveg satt, já og dömubindin líka (voru notuð til að gera vegi fyrir kappakstursbílana! Hundasúrurnar átum við misgrettin á svip ......
Það líður að jólum. Geðveik jól eru komin til prentsmiðjunnar!
Hlakka bara til að sjá útkomuna, besti hugsanlegi pappírinn var valinn og má segja að ákveðin spenna sé í loftinu!
Takk fyrir hjálpina í dag Elín mín við sýnum vináttuna á þann háttinn sem okkur einum er lagið!
Spurningin um að bömpa smá, finna gömul Boney M lög og chilla!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:40 | Facebook
Athugasemdir
Mikið rosalega hlakkar mig til að sjá kortin komin úr smiðjunni, og pant kaupa fyrsta/u settið/in af kortum, maður þarf nú að fara að huga að jólakortaskrifunum!!
Já og mig rámar nú eitthvað í þessa blessuðu skó!! hehehe
Knús til þín sætust!!
Elín Björk, 9.11.2006 kl. 21:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.