Argintæta á támjóum skóm .....

 Árrisul með nýpúðrað nef.  Það eru gestir á bænum og ekki seinna vænna en að rífa sig fram úr klukkan 07:00 og undir búa pönnsur með morgunkaffinu.

Það væri nú lag ef argintætan værí í sínu fínasta pússi en svo er nú ekki!

Engar pönnsur, bara nýmalað kaffi í tómann magann!  Væri alveg til í eitt stk pönnsu með strásykri!  

Gesta svæfan og sonur minn voru vaknaðir fyrir allar aldir og fór mín eins og skrímsli á stjá, svefndrukkin á brókinni og háskólabolnum til að kanna hvaða pískur þetta væri eiginlega.  Jú, drengirnir höfðu farið að losa skinnsokkana og alveg sprell að segja brandara.  þegar hér er komið við sögu er klukkan morgun og ég hélt það væri svei mér mið nótt.

Pískur og gleði náði argintætunni fram úr í morgun og að sjálfsögðu fór mín í támjóa skó að baka ýmindaðar pönnsur og meðlæti!

 

Þegar ýmindun verður raunveruleg

 

Það þarf enginn að skammast sín fyrir ýmindunar aflið sem knúið er af hugmyndabankanum frjóa.

Best að mála smá áður en vinnan kallar!  Eigið góðan dag kæru bloggfélagar ..... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Björk

Já, ég væri sko líka til í pönnsur..... Það er ekki að spyrja að því að börnin skuli vakna snemma þegar þau mega sofa.....öfugt við þegar er skóli, hehehe....

Elín Björk, 12.11.2006 kl. 13:58

2 Smámynd: Solla Guðjóns

jasko ýmindaðar pönsur eru allavega ekki fitandi

Solla Guðjóns, 13.11.2006 kl. 00:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband