17.11.2006 | 22:48
Señoritas - Señoras
Dagurinn í dag átti ad vera hamingjudagur fyrir señoruna moi! Var það sko alveg framan af en svo gerðist eitthvað! Eitthvað sem svekkir og kvekkir og má segja að hrekkir mann lika pínupons.
Maðurinn minn á nýja konu. Glænýja en þessi kona ferðast með sömu sálina dag eftir dag en breytir um háralit eftir behag. Þessi kona er engin önnur en hún mini-me. Seint lærist að best er að fara strax á hárgreiðslustofuna, ekki að reyna að redda málunum heima því það kemur að því að öll ráð og brögð virki ekki. Í dag fékk ég rosa flottan lit í hárið og er ég sem áður orðin ný kona.
Ný kona sem sængar hjá karlinum. Orðið sængar gæti ollið misskilningi en það má nýta þetta orð á hvaða hátt sem er.
Frá sæng til tannlæknastóls. Litla rófan ég fór að láta laga eitt stk tönn. Löngu rótfyllt en viti menn. Pjú, pjú, pjú! Rótarprjónarnir voru teknir fram og tannsa byrjaði að runnka rótinni. Ég ætlaði að harka af mér þennann tíma en eftir klukkutíma runk í tannrótinni þá meikaði ég ekki meir! Rófan aum og ég gat mig hvergi bært né hugan hrært og þáði deifingu. Þótt fyrr hefði verið Já, ég var að klikkast úr óþægindum og var sátt við deyfilyfið sem var ...... ???
Svo fyrst allt er svona dásamlegt þá er rófan að koma til, tannholdið bólgið þar sem náttúrubarnið vill láta bólguna hjaðna á náttúrulegan máta! Get ekki minnst á það sem gerðist eftir að heim kom! Æj, varð fyrir vonbrigðum með doldið sem ég vona að hafi ekki áhrif á áætlunarverkið mitt.
Á morgun kemur nýr dagur og þrátt fyrir tannholdsverk og rófuverk þá siglir frúin áfram, brosir út í annað og hugsar að áætlunarverk hins hvíta herra, klikkar aldrei! Pulluhár eða ekki! það er spurning ............................ skyrp og hrækj.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Alltaf smá endurnæring í nýrri hárgreyðslu og lit
vona að dagurinn í dag bæti upp gærdaginn
Vatnsberi Margrét, 18.11.2006 kl. 00:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.