Skrítið ....

.... Þegar kona er næstum því búin að vera gift í 3 ár og til í 40 þá er eins og tíminn hafi ekki hreyft sig.

Unglingsárin runnu til og fullorðinsárin komu og þau runnu einnig.

Ég held það gerist ekkert fyrr en við komumst á heldri manna laun.  Ég stefni á það STÍFT að geta lifað af listinn, málað og skálað það sem eftir er lifidaganna.  Vona bara að þeir verði margir!

En svona í alvöru talað þá er tíminn svo skondinn og skrítinn, hann líður hægt þegar okkur liggur á, hann líður hratt þegar við erum á síðasta snúning með allt. 

Tíminn stendur í stað þegar ástin er annars vegar.  Ástin mín fór að ná í son okkar til ömmu og afa. 

Lífið er kærleikur, undur kær - leikur. 

Rómantík

Rómantík

Verð að segja ykkur söguna þegar fólkið kom í heimsókn til að næla sér í flís.  Ég fór með konunni og hún sagðist eiga svo erfitt með að velja.  En, hún væri búin að sjá eina sem hana langaði verulega í. 

Hún sagðist vilja að maðurinn hennar til fjöldamargra ára fengi einnig að skoða og velja það sem honum þætti fallegast.  Þessi hjón hugsa eins og horfa í sömu átt því hann valdi sömu skífuna og konan.

Það gladdi mitt hjarta að þau voru sammála um sína eigin fegurð og þann kærleika sem Rómantík mun færa þeim.

Lífið er bara gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Fallegt og rómó

Sporðdrekinn, 14.7.2008 kl. 21:35

2 Smámynd: Ólöf Jóhanna Pálsdóttir

Já, lífið er gott. Það er mikið komið undir því að við gerum það svo. Sjáum alltaf það fallega og góða sem í því leynist. Góðar stundir.

Ólöf Jóhanna Pálsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:11

3 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

Æ hvað þetta var krúttaralegt. Þetta er svipað og hjónin sem keyptu alltaf ananas i jóladesertinn, en svo kom í ljós eftir 20 ára sambúð að báðum þótti ananas vondur en héldu að makanum þætti hann góður og vildu bara gleðja hvort annað

Svala Erlendsdóttir, 14.7.2008 kl. 22:54

4 Smámynd: Huld S. Ringsted

Æ krúttlegt

Huld S. Ringsted, 14.7.2008 kl. 23:44

5 identicon

Lífið er kærleikur mín kærust  Knús á þig!

Elín (IP-tala skráð) 15.7.2008 kl. 01:41

6 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég hef margoft sagt það og segi það aftur; þú ert yndislegust!

Heiða Þórðar, 15.7.2008 kl. 02:33

7 Smámynd: Vatnsberi Margrét

Hann getur verið furðulegur mishraði á tímanum :)

Vatnsberi Margrét, 15.7.2008 kl. 11:15

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið er þetta fallegt og rómó, eigðu góðan dag ljósið mitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.7.2008 kl. 13:00

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég er alveg viss um að þú kemur til með að geta lifað af listinni þinni! Hún er einstök. Einstaklega falleg - eins og þú og allir þínir ævidagar

Hrönn Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 13:20

10 Smámynd: Margrét M

rómí já , ekkert annað hér

Margrét M, 15.7.2008 kl. 14:14

11 Smámynd: Didda

Málum og skálum fyrir lífinu, verum væmin, rómó og yndisleg það er svo gott fyrir hjartað og sálina 

Didda, 15.7.2008 kl. 15:06

12 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Þú ert mega krúttið

Marta B Helgadóttir, 15.7.2008 kl. 20:03

13 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

fallegt, og tíminn, hvað er tímin ?

knús inn í nóttina

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.7.2008 kl. 21:22

14 Smámynd: Svava frá Strandbergi

Svava frá Strandbergi , 16.7.2008 kl. 00:12

15 Smámynd: Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir

Yndisleg flís eins og alltaf! 

Hann er skrítinn þessi tími......  Satt er það!

Ragnheiður Ása Ingvarsdóttir, 16.7.2008 kl. 09:56

16 identicon

Alltaf gaman að heyra af svona rómantík.

En ég er sammála því að tíminn er skringilegur og skemmtilegur ... stendur oft í stað en hleypur svo áfram af krafti.

Hefurðu pælt í því að núna eru á leiðinni til þín kossar og knús frá mér?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.7.2008 kl. 11:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband