28.11.2006 | 00:33
Ilmur af olíu ..........
.....Langt er síðan spúsan ilmaði af olíu. Dró fram oliulitina mína eftir all langt hlé! Var að dytta og dóla mér og njóta mín. Áætlunarverkið kláraðist og stollt og þreytt kerla situr í hljóðu húsi kl hálftvö að morgni.
Það er fátt fréttnæmt nema að blinda deitið mitt fór rosalega vel. Það varð funi við fyrsta handaband. Heimur og heimar færðust til og gáttir opnuðust. Um stjörnubraut þaut frúin í miklum ham og glaumi. Ferðast var um aldir og skyggnst í fortíð sem nútíð. Já, það var bara gaman að fara að þetta blinda stefnumót!
Deitið mitt er bara frægur karl sem geislaði af hlýju og fegurð. Fegurðin er svo mikilvæg þegar hún geislar að innan sem utan. Það er fátt sem kemur á óvart og sumt ekki hægt að stafa oní mann.
Hvað væri rósin án þyrna ......
Hvað væri ilmur án óþefs ......
Hvað eru 6 og 2 ..... Svarið við þessu veit ég enda þekking sem fer ekki úr huganum! Í kvöld var setið til að ganga 23.00 við heimalærdóminn. Litla bjútíið mitt nennti ekki að læra. Sat heldur og góndi út í loftið ..... Arrrrg, hvað maður getur klikkast á svona framgöngu unga sveinsins. En með íllu skal íllt út reka og með góðu skal viti inn troða. Klikkaði aðeins á því og rúllaði á hálskirtlunum mínum, hótaði litla bósa að fara að heima ef hann tæki sér ekki tak í náminu.
6 plús 2 = hux ................
lesa = huxanlega er mynd nærri er lýsir orðinu "best að lesa ekki sko"
skrifa = æjjjjj, svo leiðinlegt "best að flyta sér, skrifa hratt" / mamma strokar út .....
Eina hljóðið er í eldhúsklukkunni og fartölvunni sem malar eins og góðum Gráum Dell sæmir.
Næsta skref er svo að henda sér í háttinn og þrífa olíumálningu úr fötunum, og höndunum og huxanlega úr andliti. Eins gott ég klóraði mér ekki í ........ :)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Þú átt greinilega alheilbriggðan son
Solla Guðjóns, 28.11.2006 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.