29.11.2006 | 21:46
Andlegur heimur, stjórnlaus geimur ...
Það má með sanni segja að manneskjan ég sé stjórnlaus milli tveggja heima. Tveir heimar, líf og látnir sem stundum njóta sama orkusviðs. Í morgun vaknaði ég eins og venjulega við hliðina á börnunum mínum og voru morgunverkin tekin með glæsibrag. Hárþurrkan var á fullu. Litli tréhesturinn minn var orðinn frekar leiður á öskrandi óhljóðinu í henni en lét sig hafa það
Mér datt bara lagið með ryksuguna í hug og dillaði mér í takt við ljótt hljóðið, haldið var til skólans og þegar heim kom setti manneskan ég allar 3 hárþurrkurnar á urrandi blast. Millistykki, klifsi og flest allt til að festa þurrkurnar á tilhlýðilegum stöðum.
Merkilegt þegar tíminn hleypur frá manni að maður horfir aðstæður öðrum augum. Allt öðrum augum svo ólíkum að hallar á geðheilsu. Arrrrgans .............
Á þessari stundu komu englar mér til aðstoðar og eyðilögðu hárþurrkurnar og þá brá mín á það ráð að finna nýtt millistykki. En allt kom fyrir ekki, englarnir vildu segja mér eitthvað.
Litlar Rykagnir.
Augu mín glymmsuðu og áttuðu sig. Þrátt fyrir lítinn tíma þá lagaði mín málin og reddaði þeim með aðstoð engla og trú á það að takast það sem upp er lagt. Spurning að fá sér smaries til að lina lífsins áþján og þó!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Já, snilld, bara snilld, englahjálp eða þú sjálf
Þú ert yndisleg vera Zórdísin mín!!
Elín Björk, 30.11.2006 kl. 19:56
Þessir englar eru bara frábærir, eru alltaf tilbúnir með hjálparhönd þegar á þarf að halda
Vatnsberi Margrét, 1.12.2006 kl. 11:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.