27.8.2008 | 01:12
Á ljósi regnboga.
Mér var hugsað til Erlu Álfakonu í dag þegar ég keyrði um Hafnarfjörðinn. Við hittum vinkonu okkar í mýflugumynd, sáum 2 Rotweiler hunda og þann allra fallegasta regnboga ever.
Fjallið mitt sagði, sjáðu !!! Þetta er tákn. Já, því var ég sammála því að regnboginn var ekki einn heldur umlék hann annar bogi er geislaði af himnum.
Tveir sveigir sem létu loftið lýsa sín á milli.
Galdrar og töfrar það er víst ekki frá því farið. Við vorum stödd við álfalendur og kanski ekki skrítið að augu okkar hafi fyllst af lifsins lit og gælt hjörtu okkar gleði og þrá.
Þegar veröldin hvíslar að þér þá verðum við að leggja við hlustir. Við göngum í gegnum um lífið með opin augun en sjáum ekkert, með opin eyrun en heyrum ekkert. Við eigum að hlýða hjartans kalli með opið hjartað sem þráir líf í lífi og ljósið eina ....
Já, kanski sá ég regnbogamæðgur eða feðga í dag .....
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 01:15 | Facebook
Athugasemdir
Sporðdrekinn, 27.8.2008 kl. 02:36
Vatnsberi Margrét, 27.8.2008 kl. 10:58
Sá sýninguna í Þorlákshöfn, meiriháttar flott hjá þér. Gangi ykkur listakonunum vel um helgina.
Lísa (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 13:24
Huld S. Ringsted, 27.8.2008 kl. 21:41
Ó, ég sá regnbogann líka ... og komst næstum því undir hann ... alltaf næstum því. Guðs málverk ... ókeypis en bara til sýnis í skamman tíma í einu.
Hugarfluga, 27.8.2008 kl. 22:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.