Eina ósk ...

... hvað eða hvers myndi ég óska mér?

Ég er búin að fara þúsund hringi í hausnum á mér og er vægast sagt ringluð.  Einveran gefur kjérlingunni færi á að hugsa á þúsund snúningum.  Hversu  mikið vit Whistling er óvíst um.

Ég dró mögnuð galdraspil hjá bloggvinkonu minni Katrínu Snæhólm og það eru viss skilaboð sem ég tileinka mér og finn hvernig ég olnbogast í hugsuninni.

Ég ætla að nota litina mína meira og snúa þeim í rétta átt, hvað svo sem það skilur eftir sig.

Tilfinningaskalinn er búinn að ná töluverðum bassa og rjúka upp í sópran á hugsuninni einni.

Ljáðu mér eyra

Ljáðu mér eyra

Nóttin hefur hjúfrað um sig og ég sit hér alein, að vera AL í EINNI, þurfa að þola eigin félagsskap, þola sjálfið.  Það sem fólk hugsanlega kærir sig ekkert um og aðrir kjósa.  Sami gallinn, sama konan, í gær og í dag ...

Já, líf úr lífi ............ ég er enn að pússla. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Ég eyddi einu sinni tveimur vikum alein í ókunnu landi, sem að ég hafði aldrei komið til áður.

Þegar að fólk fór að tala um að ég væri svo dugleg að gera þetta þá spurði ég "Af hverju?". "Nú að vera ein, alein". Ég sagði bara að ef að ég þyldi ekki sjálfa mig í tvær vikur, þá þyrfti ég sko aldeilis að vinna í sjálfri mér  Þetta voru frábærar vikur fyrir mig.

Sporðdrekinn, 5.9.2008 kl. 02:02

2 Smámynd: Tína

Takk Zordís mín fyrir að vera til . Mér finnst svo fallegt hvernig þú hugsar og tekst að koma því niður á blað (skjá). Þúsund þakkir fyrir sálarstyrkjandi kveðjur frá þér á blogginu mínu. Ef þú bara vissir hvað þú skilur ávallt mikið eftir.

Eigðu yndislega helgi elskan mín.

Tína, 5.9.2008 kl. 08:36

3 Smámynd: Dísa Dóra

Já maður þarf svo sannarlega að vera einn með sjálfri sér af og til finnst mér.  Bara yndislegt ef maður nær því.

Sammála orðum Tinu líka

Dísa Dóra, 5.9.2008 kl. 09:02

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Það er svo gott að vera einn með sjáfum sér

Kristín Gunnarsdóttir, 5.9.2008 kl. 09:17

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Stundum finnst mér bara gott að vera bara ein með sjálfri mér hafðu það gott Þórdís.

Kristín Katla Árnadóttir, 5.9.2008 kl. 11:02

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Einveran er dásamlega dásamleg þegar hún á við mann eða konu...ég verð hreinlega brjáluð ef ég finn ekki tíma til svolítillar einveru -ðru hvoru. En ég tek undir með Söru...nýja myndin er æði og svo mikið þú..hehe.

knús 

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 5.9.2008 kl. 11:35

7 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 5.9.2008 kl. 14:15

8 Smámynd: Margrét M

hafðu það gott um helgina

Margrét M, 5.9.2008 kl. 14:45

9 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

Ég þurfti að læra að vera ein þegar ég skildi við kallinn, allt í einu fóru börnin til pabba síns um helgar og ég hafði ekki verið ein í 20 ár (aldur elstu dótturinnar), fyrst kunni ég þetta ekki að hugsa bara um sjálfa mig, þoldi ekki einveruna, en svo fór ég að njóta þess þegar ég uppgötvaði að ég þekkti sjálfa mig greinilega ekki neitt, fór að kynnast sjálfri mér, hvað mér þótti skemmtilegt að gera, hvað mig langaði í í matinn osfrv. og í dag nýt ég þess ef ég er ein heima því þá geri ég allt sem mig langar að gera  nýttu augnablikið og njóttu þess að vera þú.

Sigrún Sigurðardóttir, 5.9.2008 kl. 19:52

10 Smámynd: Heiða  Þórðar

Bestustu helgina hef ég nú þegar pantað handa þér mín kæra

Heiða Þórðar, 5.9.2008 kl. 22:21

11 identicon

Ef ég væri einn með sjálfum mér mikið, þá myndi ég örugglega sakna mín svo mikið þegar ég færi frá mér ... best að vera alltaf hjá mér...

kærar kveðjur dúlla! 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 22:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband