Andans vaka ....

... Þegar andinn tekur völdin og hleypir ekki kroppnum í hvíld.

 

  • Kanski eru það 10 rjúkandi droparnir sem ég fékk mér?
  • Kanski eru það nýju þægilegu skórnir sem vilja sýna sig?
  • Kanski er það tilhlökkun fyrir nýjum degi?
  • Kanski ...... Hver veit?

 

Ekki gott að segja hvað þessi andans sál mín tekur uppá, á hvoru hvelinu er hún, ég við og umhverfið.

Að drekka vatn úr rauðu glasi getur verið jafn ljóðríkt og að drekka rautt úr glæru glasi.  Væri samt alveg til í góðan félagsskap og sjá ljóðlínur mynda fallegar línur sem falla af mjúkum vörum.

Nóttin kom snemma með myrka slæðu og vafði henni um mig.  Óvarin og alsæl fann ég lopapeysuna mína en finn ekki svefninn minn.  Síðustu kaffidroparnir eru komnir í mjúkan mallakútinn og nýju skórnir kitla iljarnar sem finna fyrir kulda nætur.  Morgundagurinn verður komin innan tíðar og okkar bíður tími hjá barnalækni bæjarins með heimasætuna og ungherrann ....

.... Vaka andans tekur enda og læðir sér í draumlöndin kær!  Góða nótt ....... 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér var sofið illa og ég fór snemma á lappir, vona að ég geti lagt mig eitthvað í dag og hvílst, líkaminn er orðinn lúinn af veikindunum.  Eigðu ljúfan dag mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 4.12.2008 kl. 08:12

2 Smámynd: Solla Guðjóns

Gangi þér vel í dag

Solla Guðjóns, 4.12.2008 kl. 09:37

3 identicon

Vanda akans er í gangi hjá mér ...

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:42

4 identicon

úff ... ég gleymdi þessu handa þér dúlla:

(hafðu það yndislegt)

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 4.12.2008 kl. 11:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband