7.12.2008 | 21:18
Hvítar rósir og eiturgræn epli ...
... Fermentación a tope y que te puedo decir ......Sunnudagur sælunnar hófst með kirkjuför feðganna. Sú gamla sat á náttfötunum eftir að drengurinn var orðinn kirkjufær og sötraði kaffi. Ég hafði vaknað eldsnemma, tja svona miðað við að það var sunnudagsmorgun.
Ég fann fyrir eymsli í hálsinum og fékk mér C vitamín geripsafa og læddi mér uppí rúmm sonarins þar sem að hann var steinsofandi í mömmu holu. Ég dormaði áfram og dreymdi þýðingarmikinn draum. Draumur sem mun rætast um jól!
Mig dreymdi Rýrý mína, styrka og heilbrigða, ég dáðist að hvað hún var dugleg! Rýrý mín, ég sendi þér fingurkoss til himna!!!!
Dóttlan fór með ömmu og afa, sonurinn fékk vin í heimsókn og við hjónakornin rifjuðum upp bræðandi bros og spjölluðum um ..... "leyndó" ...
Já, mig langar svo að smakka Codornio Ultra sem er fyllt af eplakeim og hvítum rósum ....
Ooooog, ég er búin að gorgla hálsinn á mér uppúr Frapin koníaki því það er töfralækning ef nýtt á hárréttum tíma.
Ævintýraheimur - Ástfangin, akrýl á striga
Kanski að ástin lækni öll sár, skýli sárum hálsi og leggi ljúfan arm sinn yfir konu.
Þegar nóttin læðir sér inn fara draumar konu í skrautlegan búning. Lífið tekur nýjan lit!
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Ástin og kærleikurinn lækna allt.
Ásdís Sigurðardóttir, 7.12.2008 kl. 23:40
Sporðdrekinn, 8.12.2008 kl. 03:12
Ástin spyr hvorki um stétt né stöðu,ástin fæst hvorki keypt né seld,ástin og kæeleikurinn lækna allt.
Magnús Paul Korntop, 8.12.2008 kl. 09:03
Láttu þér batna elskan já ástin lækna allt og kærleikurinn.
Kristín Katla Árnadóttir, 8.12.2008 kl. 11:04
O svo gott að kúra hjá hlýjum litlum kropp uppfull af mömmu ástinni.
Koníak, ást og c vítamín,,,,,besta blandan.
Solla Guðjóns, 8.12.2008 kl. 12:14
Ástin er yndislrg kæra Zórdís. Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 8.12.2008 kl. 13:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.