10.12.2008 | 09:21
Smá tiltekt og kona í föt ...
... gengur ekki að vera eins og jarðaBER í lopapeysu. Eða krækiBER eða bara NAKIN ....
Er búin að hvetja manninn minn í tiltekt í eldhúsinu, þarf svo lítið til :-) Ég er með Bo Hall á geislanum, það sem kappinn getur raulað út í eitt. Jólalögin hægri, vinstri, tja tja tja.
Í kvöld skrifa ég öll jólakortin sem eiga að fara og vonandi að ég muni eftir öllum sem eru á listanum í ár. Jólakortin komu fínt út, reyndar varð ein tegundin með jólaógleði og fór aftur í prentun sem þýðir bara það að ég næ ekki að senda það. Prentarinn neitaði að gefa mér afslátt og ætlar að prenta aftur, þegar ég hugsa um það þá er hann bara dóni.
Ég fór gjörsamlega á limingunum við piparkökuhúsagerðina og á enn eftir að lima helminginn af þakinu á! Já, þetta verður skrautlegasta hús, vægast sagt! Sýni ykkur það um helgina ef það verður klárað!
Konuræflinum er íllt í bakinu, allt hefur sitt upphaf og endi ... sennilega er það geðveiku rúmflakki og óstöðugum svefni um að kenna er veldur þessum eymslum. Ungherrann kallaði á mömmu sína og ég get ekki annað en lagst aðeins hjá honum. Eftir nokkra stund kyssi ég hann á ennið og fór í mína holu, þá heyri ég kossa sem voru gefnir út í loftið. Gott að grípa þá og grafa í hjartastað. Í morgun skreið ég uppí (gjörsamlega á gólfinu) til dóttlunnar og strauk henni um vangann og kúrði í henni þar til hún þurfti að búa sig undir skólann. Þessi elska vaknar eldsnemma þar sem að skólinn hennar byrjar klukkustund fyrr en sonarins.
Vinnudagur okkar hefst í raun ekki fyrr en um 10 leytið þannig að við erum XB manneskjur, ALLA LEIÐ!
Njótið dagsins ....
(best ég fari í föt fyrst það er kominn dagur)
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Farðu vel með bakið á þér.
Hrönn Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 09:37
Endilega farður nú vel með þig Zordis mín. Gangi þér vel að smíða restina af kofanum. Hlakka til að sjá mynd.
Ásdís Sigurðardóttir, 10.12.2008 kl. 10:00
Knússss
Solla Guðjóns, 10.12.2008 kl. 11:56
Æj krúttan mín, láttu þér batna í bakinu því það er svo vont að finna til.
Knús í daginn.
Rósa (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.