Að horfa í rjáfur ...

... eða í heitan barm þinn ....

Fyrir framan mig stendur þú litla ofurherfilega piparkökuhús. Í kverkum angist minnar situr hjarta þitt og slær ótt og títt. Hver mínuta stundarinnar þenur bönd sín og tíminn líður á ógnarhraða. Við erum samferða í tímanum, þú litla piparkökuhús og ég.

Ég er búin að eiga notalega kvöldstund við skriftir, við dundur og áður en ég legst til hvílu þá ætla ég að mála smá.  (kanski ég leggi mig bara) ....

Ekki það að klukkan tifar hraðar með hverri mínútunni sem líður.  Áður en ég veit af mun draumur minn verða fylltur af þeim heilaga anda sem ég hitti þegar ég var agnarögn í heimi liðinna tíma.

Hver er þessi draumur og hvers vegna óska ég áranna ......  Þegar ég var lítil þá óskaði ég þess að verða fljótt sextug og það stefnir harðbyr í að ég nái þeim ágæta og yndislega aldri.

Að verða 6 og núll og eiga nóg til að fæða meðal sveitarfélag.  Væri lag að vera sextug núna og leggja sitt af mörkum í auðlindarkreppu Íslendinga.

Í rjáfur þitt rýni.

piparkökuafstirmið mitt.

í skyggni rek mitt trýni,

ég bræði hjarta þitt.

 Heart

Á morgun stollt þig sýni,

hjartans efni blítt.

sjálfsagt andans rýni,

kjéddling eflaust grýtt.

Bara grín, ég mæti með gleði, kona á fertugsaldrinum (algjör gleðikona hahhahhah) .... lofa því að næst þegar ég fæðist þá verð ég fyrr að ná sextugu.  En, lífið er gott, lífið hefur sjaldan verið jafn hnerrandi fínt!  Vona að kæru bloggvinir mínir hafið það fínt og jafnvel betra!

 Góða nótt

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 13.12.2008 kl. 03:22

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hlakka til að sjá piparkökuhúsið

Hrönn Sigurðardóttir, 13.12.2008 kl. 09:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband