Nánd og nærvera ...

...

Tíminn æðir áfram á gamalsaldri. Konan er ung en gamlan í henni lifir líf úr lífi. Konan veit tilfinningar og tilveru sem var og ber saman við það sem er. Hún sleppir neistum út í umheim og horfir eftir huga sínum eins og gamlárskvöld væri. Lífið sem vex eins og blóm sem teygir sig í átt birtunnar.

Blómið, ertu þú. Þú sem horfir í átt betri vegar, óttast og vonar að dagsbirtan færi þér gleði og bjarta sýn á deginum.

Í dag þá var síðasti dagurinn í skólanum og krakkarnir mínir komu með spjöldin sín heim. Þau stóðu sig bæði vel. Dóttlan hefði getað kætt hvaða foreldra sem var fyrir frammistöðuna sína. Sonur minn kætti okkur á sinn máta, þessi elska. Hann gerði það sem í hans valdi stóð. Lesblindukvillinn hans setur strik í reikninginn ....

Honum fannst hann hafa gjörsamlega brillerað, kom heim með fallega jólaskreytingu og jólapunt! Hvað eru einkunnir á milli vina þegar litla hjartað stendur roggmonntin með spjaldið sitt sem ........

Jólin koma og fara. Gráu hárin herða sig og hamingjan styrkist með hverri mínútunni sem líður. Uppþottavélin maular á meðan sú gamla situr og hamrar á makkann ....

Það er ekkert betra en tími samveru og kærleika. Við í hverju horni og þið sem hjúfrið að kærleikans hönd.

Jólaglögg bíður konunnar í kvöld og ég vona að það verði gaman. Efast ekkert.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hér er heilsan loksins farin að láta sjá í hornið á sér, svo hér eru bjartir tímar framundan.  Hafðu það ávallt sem best kæra vinkona  góða skemmtun í kvöld.

Ásdís Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 16:47

2 identicon

Þú ert náttúrlega yndislegt skáld og til hamingju með fallegu textana þína.  Þetta fyrir utan alla aðra sköpunargáfu sem þú býrð yfir.  Þessi tilfinning gagnvart börnunum er alveg sér á báti og sannarlega - hvað eru einkunnir eiginlega og hvers konar mælikvarði á hvað?

Njóttu kvöldsins í góðra vina hópi.

Hjartkær kveðja

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 19.12.2008 kl. 17:16

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Segi það nú líka. Einkunnir segja ekki alla söguna

Dúlludósin mín! Njóttu kvöldsins og glöggsins

Hrönn Sigurðardóttir, 19.12.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Dísa Dóra

Dísa Dóra, 19.12.2008 kl. 23:09

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða skemmtun í kvöld elskan mín þú ert svo góð og yndisleg og átt svo fallega og góða fjölskyldu og gleðileg jól til ykkar takk fyrir allt.

Stórt faðmlag til þín og þinna.

Kristín Katla Árnadóttir, 19.12.2008 kl. 23:24

6 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Góða skemmtun

Magnús Paul Korntop, 20.12.2008 kl. 00:40

7 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 20.12.2008 kl. 05:06

8 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Hafðu það gott Zordís mín og Gleðileg jól. Kærleikskveðjur

Kristín Gunnarsdóttir, 20.12.2008 kl. 10:29

9 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Elsku Þórdís takk fyrir þessa yndislegu hugleiðingu.

Takk fyrir ljúfa og fallega jólakveðjuna. Fátt yljar manni eins og einlægur vinarhugur

Marta B Helgadóttir, 20.12.2008 kl. 12:35

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

yndislegt kona tímanna !

Jólakram frá mér

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.12.2008 kl. 20:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband