21.12.2008 | 02:16
Held ég rokki og stígi stokkinn svo lopinn renni eins og rjómi .....
Var að koma heim úr bíltúr og klukkan er langt gengin í morgungeislana. Tíminn hefur flogið áfram og kona búin að mala eins og köttur fyrir framan arineld í allt kvöld.
Stelpukvöld eru alveg nauðsynleg. Við sátum úti rétt undir miðnætti og skröfuðum um liðna tíð, hlógum og grínuðumst eins og tvær unglingsstúlkur. Þetta getum við þegar tímabeltið er látið laust og andagiftin tekur tauminn.
Ég er orðin þreytt eftir daginn enda höfum við áorkað ýmsu. Sem dæmi þá voru skreytt 2 jólatré. Eitt fyrir stofuna (íslenski siðurinn) og hitt fyrir framan útidyrahurðina (spænski siðurinn). Svo var Jatan með öllum leikmönnum stillt upp í anddyrinu og serían sett á bakvið, voila! Ekkert smá flott hjá ungherranum.
Leið lá í Carrefour að kaupa jólaseríu þar sem að serían á stofutrénu tók uppá því að blikka að hluta til. Kemur alveg sérdeilis ílla út með mittið blikkandi! (tré hafa mitti). Það var allt jólaskraut á 50% afslætti og auðvitað versluðum við örlítið meira en bara seríuna, þó ekki mikið. Nokkrar jólagjafir og matarkyns OG geisla með saunglandi prestum. Hlakka til að setja prestadiskinn á í fyrramálið á meðan ég tíni allar kúlur og skraut af stofutrénu til að setja nýju seríuna upp.
Góður dagur á enda og nýr alveg að renna í hlað. Best að kúrast eins og kúrena hjá Fjallmyndarlega "allsókunnuga" hrotudýrinu sem liggur í Bangsabóli.
Jólin nálgast og jólakötturinn hefur þrjá feita bita sem ekki hafa fengið flík fyrir jólin. Eins gott að draga andann djúpt inn og þykjast vera mjög horaður og lítill ... Virkar alltaf!
Góða nótt og rokkið feitt eða var það sofið rótt?
... Lopapeysan svínvirkar ....
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Yndislegt Zordís mín. Jólakveðjur til ykkar
Kristín Gunnarsdóttir, 21.12.2008 kl. 08:48
mér finnst þú vera svo frábær..
Margrét M, 21.12.2008 kl. 11:35
Bráðnauðsynleg þessi stelpukvöld/dagar.
Knús knús
sætust.
Rósa (IP-tala skráð) 21.12.2008 kl. 15:40
Einhverntíma ætla ég að sitja svona úti með þér - rétt undir miðnætti, hlýtt myrkrið allt um kring, kveikt á kertum og við drekkum hvítvín og flissum eins unglingsstúlkur
Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 20:44
segi nú eins og Hrönn að ég væri sko alveg til í að sitja úti með þér rétt um miðnættið og flissa
Hér á bæ þarf ég líka að þykjast vera grindhoruð svo jólakötturinn kíki ekki við
Dísa Dóra, 21.12.2008 kl. 22:09
Ásdís Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:06
Hrönn Sigurðardóttir, 21.12.2008 kl. 23:12
Lopajólakveðjur héðan frá Agureyris og sofðu sem allra bestast. Skötuhjúin í Akurgerðinu sofa mjög vært þessa dagana ... mmmm....
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.12.2008 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.