25.12.2008 | 11:28
Dagur daganna, dagur og anna, annasamur dagur ....
.... Í morgun á jóladegi þá kom ungherrann til mín og sagði, mamma klukkan er átta. Ég rummskaði, hálfgert rúmrask að fá ekki að staldra lengur við í draumaheimi. "Æj, koddu uppí í smá stund og kúrum" ...
Ekki málið, við kúrðum saman og pabbi tók fallegar hrotaríur sem vaggaði okkur í ljúfan svefn á ný.
Klukkan 10 kom dóttlan og lét mig vita að það væri jóladagur og að undir trénu væru jólapakkarnir óuppteknir. "Æj, koddu uppí í smástund" ... Nú lágum við 4 í hjónarúmminu og ég með bæði börnin mín í kúrnum. Systkynin tóku tal og dóttlan espaði ungherrann í að fara frammúr en hann neitaði harðlega að fara fram ef foreldrarnir kæmu ekki með .....
Þessi engill sat á sér, staðfastur sem aldrei fyrr. Við fórum frammúr öll 4 og tekið var til við að lesa á pakkana. Jólasveinninn klikkaði ekki í ár og færði börnunum þær gjafir sem þau hefðu beðið um. Í ár mátti biðja um eina gjöf frá Sveinka gamla, ég er þakklát fyrir að hafa geta aðstoðað sveinka við að uppfylla óskir barnanna. Andlit drengsins ljómaði af gleði og í þessum rituðu þá eru feðgarnir að leika sér með Star Wars sverð og Prestarnir kyrja í bakgrunninn.

Set hér inn mynd af Írisi Höddu að opna pakka frá Bigga bróðir en það að fá silfurgeislann með Páli Óskari er bara æðislegt.

Þegar Enrique opnaði pakkann sinn þá ljómaði hann. Þetta er í fyrsta skipti sem jólasveinninn hlustar á hann.
Reyndar eru óskir stundum það erfiðar að ekki er hægt að uppfylla þær.
Jólin eru svo mikill kósý tími sem við megum ekki gleyma í spenningi og æsingi.
Við hjónin fórum út klukkan 24.00 í gær til að fara í kvöldmessuna en því miður þá voru dyr kirkjunnar lokaðar og við náðum ekki miðnæturmessunni, "la misa de gallo" hanamessan í beinni þýðingu. Mér finnst svo notalegt að fara í messu á miðnætti þar sem að við slórum fram yfir hádegi á jóladag án þess að fara til kirkju snemm morguns. Boðskapurinn býr í hjartanu, ekki spurning!
Vonandi hafið þið átt yndislega stund með fólkinu sem er ykkur kærast. Ekki kvarta ég þar sem að við hittumst 9 fullorðin og 4 börn hjá tengdafjölskyldunni minni. Við nutum góðs matar, hlaðborð með rækjum, humri, hnetum, þurrkuðum hrognum og þurrkuðum fiski, lax og saltfiski ásamt svo mörgu öðru sem væri of langt mál að telja.

Pabbi var orðinn svo spenntur að opna gjafirnar að hann tók upp gjöfina til mömmu frá jólasveininum og svo tók hann líka upp gjöf sonar síns frá honum Kela "afa" og dyggum aðstoðarmanni jólasveinsins ...
Æjjjj, pabbi krútt var orðinn svo spenntur þegar til kastana kom.
Er það nema von að við elskum hann!!!!

Il Divo er æðislegur geisli sem jólasveinninn sótti til Italíu .. eða þannig.
Allir sáttir og sælir með jólin þrátt fyrir að sú gamla hafi ekki komist í kjólinn ...
Segi nú bara svonnna ... Jólakötturinn kom hér við í leit að æti en hann var rekinn í burtu. Tungumálafjölhæfni gömlu skruddunnar bjargaði málunum og mjálmaði móðurhjartað kattarómyndina út.
Í dag býður okkar hádegisverður hjá tengdó. Við mætum og uppdubbum hlaðborðið því mín elskulega t-móðir er alltaf með allt of mikið af veitingum. Betra að hafa restar heldur en ekki.
Allt of löng færsla um nánast ekkert ..........
Vonandi eigið þið dásamlegan dag.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Gleðilega hátíð yndisleg, knús knús
Rósa og Guðný Heiða (Nicole) (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 13:14
Gleðileg jól elsku vinkonan mín, vonandi eigið þið ofur notó tíma

Knús og grilljón kossar til þín og þinna
Elín Björk, 25.12.2008 kl. 14:31
Ljúfur jóladagur hjá ykkur. Hjá mér fer hann í vinnu, það er fátt sem minnir á jólin nema makkintosið inni á kaffistofu, áðan kom lyftaradrengur til mín með fulla lúku af makkintosi þar sem ég var kolsvört upp fyrir haus að bisa við vélarnar:)
En í kvöld fer ég í jólaboð á Eskifirði og þá verður stuð, það veit ég:)
Margrét Birna Auðunsdóttir, 25.12.2008 kl. 15:24
Yndislegt, ekkert nema það! Hafið það áfram gott, öllsömul, á jólunum.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 25.12.2008 kl. 17:17
Gleðileg jól elsku Þórdís og fjölskylda
Marta B Helgadóttir, 25.12.2008 kl. 20:34
Gleðileg jól elsku vinkona og takk fyrir jólakortið.
Ásdís Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 21:09
Hrönn Sigurðardóttir, 25.12.2008 kl. 21:19
heyri að þið njótið jólanna í botn .. það gerum við líka .. knús og kveðjur frá klakanum
Margrét M, 26.12.2008 kl. 09:49
Gleðileg jólin og hafið það sem allra best
Anna Gísladóttir, 26.12.2008 kl. 11:41
Skemmtileg færsla
Solla Guðjóns, 26.12.2008 kl. 15:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.