26.12.2008 | 12:04
Gleði og friður ....
Tíminn er búinn að vera yndislegur og ljúfur í faðmi fjölskyldunnar. Ég á frábæra tengdafjölskyldu sem sýnir mér og mínum mikinn kærleik. Fyrir það get ég þakkað!
Gamlárskvöld er á næsta leyti og þá höfum við fjölskyldan alltaf verið ein heima í rólegheitum. Í fyrra fórum við uppá kirkjutorgið og heyrðum kirkjuklukkuna slá nýja árið inn og skáluðum í kampavíni eins og hinir þorpsbúanna. Svo var rölt heim, tónlist sett á geislann og við dönsuðum saman áður en við skriðum í ból.
Í ár geri ég ráð fyrir að eiga rólegheitarkvöld því nennan er ekki mikil í fjör og fagnað. Enginn síðkjóll né kóróna verður sett upp heldur eitthvað notalegt. Ég er greinilega orðin hrikalega spænsk, á engin spariföt og er þessi eiginlega hversdagsprýði.
Ég óska ykkur gleði og friðar :-)

En svona í tilefni dagsins þá langar mig að færa þér fallegar rósir (væmin núna) Arnar Snær minn elskulegi á afmæli í dag.
Til hamingju með daginn þinn elsku drengurinn minn.
Ég þekki allnokkra sem eiga af mæli í dag og óska ég þeim innilega til hamingju með daginn.
Kærleiksknús í daginn þinn.
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:07 | Facebook
Athugasemdir
Yndisleg áramót hjá tér í Fyrra.Til hamingju med drenginn tinn.
Hjartanskvedja frá Jyderup
Gudrún Hauksdótttir, 26.12.2008 kl. 18:41
Gleðileg jól, Zordis mín, og farsælt komandi ár
Lilja (IP-tala skráð) 26.12.2008 kl. 19:42
Til hamingju með drenginn þinn
já líst vel á að hafa áramótin notaleg með fjölsk ljúft bara knús kv til spánarlands

Brynja skordal, 27.12.2008 kl. 02:09
Það er bara yndislegt að hafa áramótin róleg, yndisleg áramót hjá þér i fyrra Zordís mín. Til hamingju með drenginn þinn Kærleikur til þín
Kristín Gunnarsdóttir, 27.12.2008 kl. 10:08
Til hamingju með drenginn þinn elskan og eigðu góð áramót og takk fyrir mig ég spjalla við þig fljótlega.
ég vona að þú og fjölsk þín hafið það gott.
Kristín Katla Árnadóttir, 27.12.2008 kl. 11:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.