Það sem skiptir máli ...

... að sjá ljósið í myrkrinu að finna lífið sem sefur í sálinni!

Væntanlega er erfiður róður hjá mörgum fjölskyldum eftir hátíð ljóss og friðar.  Við höfum öll notið kærleikans sem jólin boða eða það ætla ég rétt að vona.  Sorgin stingur sér niður óvænt með ólíkum hætti.  Elskuleg amma mín var lögð inn á sjúkrahús eftir byltu er olli því að vinstri úlnliður og mjaðmaliðurinn brotnaði.  Hún hefur legið um vikutíma á sjúkrahúsinu og óska ég henni batnaðar.

í dag hefði langafinn minn átt áfmæli, á sjálfum þrettándandanum og á þessum degi var jólunum pakkað í frauðkassa þar til að degi 14.des þegar langamma mín á afmæli.  Jólin koma og fara í minningu þeirra.  Blessuð sé minning ykkar elsku l-amma og l-afi.

Ástin

 

 Heart

 

Il Divo hljóma í geislanum og það er hálfgerð ólýsanleg tilfinning sem kúrir ....  Dóttlunni þykja jólin leiðinleg og ungherrann hafði á orði að nú myndi hann örugglega fara til helvítis þar sem hann varð ósáttur við kóngana þrjá "sbr.vitringarnir þrír" ....  (hér er helvíti ekki rætt neitt sérstaklega bara svo fólk geri sér ekki ranghugmyndir) ..... (ósættið ræðst aðallega af því að þeir komu ekki með byssur undir tréð).  Já, það er stundum erfitt að vera ungur þegar skilninginn skortir.

Tilfinningarnar sú unaðslega litríka lína, endalaus hún líður allann skalann fyrir litlar og stórar Dívur og Dívana.  Á leið okkar um land tilfinninga þá höfum við þagað ýmislegt og látið annað yfir ganga  ...  Já, lífið með sínum örsmáa andardrætti, með sínum látlausu hreyfingum, lífið í þér, lífið í mér!

Jólunum skal pakkað niður í frauðkassana, jóladúkurinn er komin í léttann þvott og fyrr en varir verður engin slóð jóla engin slóð nema hamingjan sem situr eftir í hjartanu, minningin um jólin. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Hrönn Sigurðardóttir, 6.1.2009 kl. 12:06

2 identicon

Veit ekki hvenær við tökum jólin niður hjá okkur ... en lífið er að komast í fastar skorður ... stelpurnar komnar og byrjaðar í skólanum ... og baráttan á morgnana hafin En þetta er ár sem ber að fagna.

Myndin hjá þér er algjört æði, ... eins og þú. Hjartans kveðjur til þín og þinna,

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2009 kl. 13:52

3 Smámynd: Sporðdrekinn

Það er eins og að koma heim að lesa bloggið þitt elsku bloggVinkona, hlýja streymir um hjartað og stafar hún af orðum þínum.

Myndin er falleg

Sporðdrekinn, 6.1.2009 kl. 19:23

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég tek niður á morgunn, Jólaskrautið hlýar kveðjur til þín og þinna elsku þórdís mín. falleg mynd.

Kristín Katla Árnadóttir, 6.1.2009 kl. 20:04

5 Smámynd: Dísa Dóra

Kærleikskveðja til þín

Mikið ofsalega er þetta falleg færsla og falleg mynd með færslunni.

Dísa Dóra, 6.1.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband