13.1.2009 | 09:47
Less is more ...
... Það má segja að less sé more = minna sé meira því í nótt var ég andvaka ... Katrín Snæhólm bloggvinkona mín fjallaði um andvöku margra í einni af sínum síðustu færslum sem hugsanlega hafa ekkert með vöku míns anda að gera þar sem ég sat og málaði og gat ekki hætt.
Mér leið að hluta til eins og Hemma Gunn, þeim frábæra skemmtikrafti við númeramálun. Ég er þó ekki að mála eftir númerum nema kanski ef hugurinn telst til númera.
Ég fór og keypti mér liti og striga og þegar heim var komið þá tók striginn og bleiku litirnir völdin. BLEIKHEITIN eru svolítið áberandi, (think pink og power og pink) Meir að segja er til fasteignasala hér sunnan við er heitir Pink Properties ... Ekki er nú öll vitleysan eins.
Bleiku áhrifin leyna sér ekki. Þessi mynd (í vinnslu) er 46 x 55, akryl á striga. Sagan segir að gyðja ástarinnar hafi komið með snert af afródisíak ilmi og blessað samveru tveggja lítilla konungsborinna maríuerla. Fuglarnir voru búin að vera skotin svo lengi í hvort öðru að æðri máttarvöld tóku í taumana.
Gyðjan hvíslaði í vit þeirra og fyrsti kossinn var innsiglaður í líf þeirra. Við kossinn þá gerðist svolítið merkilegt.
Maríuerlurnar líkömuðust og breyttust í venjulegt fólk, ástfangið fólk, með blik í augum.
Lífið er jafn lítið og við getum eða jafn stór og við þorum.
Ég er ekki bleik í dag, þrátt fyrir að ég hafi málað bleikt á strigann. Ég fer svört á fund hárgreiðslukonunnar minnar, spræk og sæl.
Veitir ekki af smá dekri, í gær var það húðin og í dag er það hárið. Hlýt að verða eins og blóm í eggi á eftir. Njótið dagsins og tilverunnar! Núið er ekki svo snúið .......
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:48 | Facebook
Athugasemdir
ahaaaaa svo þaðan er sagan komin um að þegar kona klæði sig í bleikt sé hún reiðubúin fyrir ástina!
Bleika tímabilið er að vísu liðið hjá mér en á tímabili keypti ég mér ekkert nema það væri bleikt. Var soldið vandamál í eldhúsinu......... bleikir búðingar komu sterkir inn ;)
Megi þinn dagur verða góður
Hrönn Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 10:11
hef ekki nógu mikið hár til að láta mér líða vel í þeirri deild... en það er hægt að sinna ýmsum pörtum á mér svo mér líði eins og blómi í eggi
Kærar kveðjur til þín Zordis!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 13.1.2009 kl. 16:50
Alltaf sami krúttilmurinn á þessari síðu knús
Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2009 kl. 20:42
Það er þá ekki seinna vænna fyrir mig að fara að kaupa bleikt og klæðast, hef aldrei verið hrifin af þeim lit á mig, en finnst hann oft flottur á öðrum
Myndin er falleg!
Sporðdrekinn, 13.1.2009 kl. 22:19
Vá hún er æði !!!
Bleikt er .var og verður uppáhaldið mitt.
Njótt dekursins í botn og tímans á eftir.
Sammála þér núið er ekki svo snúið
Solla Guðjóns, 14.1.2009 kl. 13:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.