16.1.2009 | 19:40
Þú .... fyrir þín eyru.
Og, ég fyrir mín eyru.
Ég, Moi, Jeg og Yo and Me, er frekar sjálfumleitt umræðuefni sem fólk oftast nær hlustar á fyrir kurteisissakir. Nema kanski fyrir tilstillli þess að viðkomandi hafi eitthvað meiriháttar að segja frá. (það á nú við um litlu mig ef mig skyldi kalla) djók!
Ég er til dæmis búin að negla sjálfa mig sem ræðumaður í nokkur stórafmæli á árinu. Eitt 6 og núll, eitt 5 og núll og annað 4 og núll .... Það rignir inn fyrirspurnum um ræðumenn sem eru ekki á lausu þar sem að flestir eru uppteknir á Austurvelli á laugardögum. (ath. ekki hæðni heldur hentaði mér vel) ...
Þetta snýst minnst um það að ÉG sé skemmtilegur ræðumaður heldur er ég á logandi lausu!!!
En svona þrátt fyrir allt þá hef ég miklu meiri áhuga á því að heyra um þig heldur en að raula og tauta um mig. Eeeeen þar sem þið viljið heyra allt um mig og þið veljið stóra helminginn af eplinu þá læt ég það alveg eftir ykkur að lesa einrænuna í mér og á endanum borða ég stóra helminginn af eplinu sem er orðinn brúnn af bið eftir tannhvítri tönn.
Föstudagsfílingur .... Fjallið mitt tekur geðveik gítarsóló í stofunni á meðan börnin hafa það náðugt í sjónvarps salnum. Og mömmumúsin situr í eldhúsinu með bleikasta verkefni ever!
Þið sem hugsuðuð "innanpíkubleikt" no, no,no! Bleikur bakgrunnur á mynd í anda Heiðu Þórðar bloggvinkonu er í fæðingu ......
Lífið er gott a la Zordis
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
hahahhaha þú ert kostuleg! Allir ræðumenn uppteknir á laugardögum nema Zordis - því hún fer í kollhnís :Þ
Lovjú kona frá upphafi til enda!
Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2009 kl. 00:25
Hafðu það gott elsku Þórdís mín ég segi eins og HrönnLovejú frá upphafi til enda. Takk fyrir að koma til mín þú ert dásamleg.
Kristín Katla Árnadóttir, 17.1.2009 kl. 11:20
fruss!!!:P
alva (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.