21.1.2009 | 16:47
Ósk eða Þráhyggja ...
.... spurning hvort ég beri þráhyggju ofar óskinni eða hvort óskin sé hrein í hjartanu.
Þegar vatnið rennur til sjávar þá er það kanski bara best geymt þar í blöndu við lífæð hafguðsins Ægis. Þegar og ef eða hvenær og hvort eru ókunnar stundir og ónumdir staðir tilverunnar sem líklegast aldrei koma né verða að veruleika. Þegar svona er komið þá er gott að sitja í flæðarmálinu og pota tánum í sandinn, að finna hjartslátt ólgandi tilvera sem slá í takt við minningu frumanna.
Við sjávarmál Olía í Striga
Gömul sorg að grafa um sig í hjartanu, ég er döpur.
Depurð er alls ekki slæm tilfinning heldur ljómi sem dregur konu á jörðina og tekur hugsunina í jarðbundnari gír! Ég kann samt ekki neitt sérstaklega vel við mig svona langt oní jörðinni. Viðurkenni að ef ég grilla ekki fjallstoppa þá þarfnast ég flæði sjávar og þess niðjar er leikur um tærnar.
Mig dreymdi draum um tilfinningu og ég grét af feginleika og þeirra endurfunda sem minningin gaf.
Lífið er bara gott.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Athugasemdir
Depurðin er andstæða gleðinnar. Ef þú finnur fyrir depurð þá þýðir það að þú hefur líka fundið gleðina.
Hrönn Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:20
Ásdís Sigurðardóttir, 21.1.2009 kl. 20:27
Lífið er oft á tíðum eins gott og maður vill hafa það. Og alltaf heldur það áfram "no matter what"
Arinbjörn Kúld, 21.1.2009 kl. 23:03
já, depurðin er bara partur af þessu öllu saman, allt hefur sinn tíma blómið mitt.
alva (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 00:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.