Spænskupróf ... spænskur kuldi ... spænskt millifótakonfekt

... Við mæðgin sitjum og lærum undir spænskupróf. Það eru ansi margar blaðsíður sem þarf að fara yfir og leshalti drengurinn er að raða saman orðum og myndar setningar. Hann leysir þetta af mikilli snilld og mamma gamla lærir með honum. Ég er nú reyndar að stefna að lokaáfanga í spænsku í vor svo öll örvun er góð fyrir gömluna.  Við erum að tala um frá bls. 35 til 56, júhú fjör á Hóli.

Kuldinn er aðallega í tásslunum á mér en ég sting hendi undir ömvent brjóst til að ilja mér.  Já, ég veit ekki mjög smart en hlýtt er það.  Bendi á að ég gæti líka stungið hendi milli læra innanklæða en það er sko af og frá ....  pjólufílan gæti laðað að menn úr næstu görðum.  (ok, yfir strik fyrir viðkvæma) ...

APPELSÍNUGULT ER MÁLIÐ FYRIR FRIÐSAMA MÓTMÆLENDUR OG ÉG SEGI BARA MEGI YKKUR GANGA VEL Í BARÁTTUNNI.  GOTT MÁL AÐ VERA BYLTINGARSINNI MEÐ FRIÐSÆLT HJARTA.

Konfekt, hverjum langar ekki að lauma uppísig ljúfum og bragðgóðum konfektmola með rjúkandi kaffisopa.  Ég held ég græji kaffi í kvöld og dragi fram myntusúkkulaði og hafi kósý stemmingu.  Kveiki jafnvel í arninum og gluggi í ljóðabókina Kærleikskitl e. Unni Sólrúnu Bragadóttur.

Var einhver að tala um millifótakonfekt?  Ekki ég. 

Í lífsins góða gír. 

image001-2

Vona að ég sé ekki að brjóta á siðferði nokkurs lifandi manns en hér er groovie konfekt!

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyja Norge,,,,,,,, eða var það viva España.........

Loksins að koma sumar hérna og hlýnar með hverjum deginum.....

Knús á þig krúttkona

Rósa (IP-tala skráð) 22.1.2009 kl. 20:20

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég á appelsínugult í tonnatali.....

....ef ég sé eitthvað appelsínugult þá verð ég að eignast það! Ég vissi að það kæmi sá dagur að ég hefði not fyrir þessa fötlun ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 22:06

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

segi sama og Hrönn. Knús til þín og þinna elsku Þórdís mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 22.1.2009 kl. 22:40

4 Smámynd: Ólöf Anna

ég mundi hlaupa í burtu og það hratt ef kallinn minn kæmi svona heim.

Ég er í megrun svo ekkert konfekt fyrir mig í kvöld.

Ólöf Anna , 23.1.2009 kl. 02:33

5 Smámynd: Gudrún Hauksdótttir

Ég segji bara gangi tér vel í spönskunni.Tví midur er í átaki svo ekki súkkuladi fyrir mig.

Geymi molann til sídar.

Knús

Gudrún Hauksdótttir, 23.1.2009 kl. 07:56

6 Smámynd: Solla Guðjóns

Og nú sprakk Solla flissss .laða...pjólu......hahaha ...

Mér líst ekkert á þetta augnakonfet.....nei meina þetta konfekt er ekkert fyrir augað nenenne

Vona að ykkur ungherranum gangi sem best

Solla Guðjóns, 23.1.2009 kl. 08:27

7 Smámynd: Guðrún S Sigurðardóttir

Þessi færsla þín bjargar deginum hjá mér. Þetta er eitthvað svo yndislega hreinskilið. Ég sit hérna og flissa eins og asni og það er svo gott fyrir sálartetrið.

Guðrún S Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 12:22

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ásdís Sigurðardóttir, 23.1.2009 kl. 13:03

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

ætti auðvitað að vera steinsofandi en er það bara ekki...ógeðslega fyndin færslan yljar konuhjarta

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.1.2009 kl. 05:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband