29.1.2009 | 22:38
Hjartað mitt ...
... wow Hjartað mitt fylltist allt í einu af blóði. Ég finn blóðþefinn í munninum og hugur minn leikur á píanó! Hvernig er hægt að útskýra tilfinningu sem einkennist af píanóspili þegar lungun eru þanin og tjáningin veit ekki í hvorn fótinn hún á að stíga.
Dagarnir hafa drifið áfram, einn og annar. Dóttlan mín er búin að vera svo lasin, svo lasin að ég er búin að vera uppáþrengjandi hjá dokksa en VEISTU mér er svo sama. Einu sinni fékk engillinn minn heilahimnusýkingu í lið og ég gefst ekki upp, hvorki þá né nú! Læknirinn stóð og horfði á mig og sagði " nei hún er orðin of stór í þessa tegund af sýkingum" aha .. OF STÓR! Ég veit að DAUÐINN er hvorki STÓR né lítill og mér er SHITT sama hvort ástæðan sé stór eða llítil ...
Ég mætti án þess að eiga tíma og dissaði kringumstæður. MÓÐIR og LJÓNYNJA mætt ....
Heil vika í veikindum og nú fer dúllan mín spræk og fallegust í skólann á morgun. Ég ELSKA HANA SVO MIKIÐ ... Hún á sko eftir að hugsa um mömmu sína gamla og hrikalega skemmtilega .....
Hjartað mitt dælir og pumpar og ég skal ekki segja að það prumpi en wow hvað lífið er gott!
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 22:40 | Facebook
Athugasemdir
Æ hvað það er gott að prinsessan þín sé orðin hress. Málið er að við mömmurnar vitum bara oftast best hvað er í gangi með börnin okkar, ég get ekki talið skiptin sem að ég hef sagt læknunum hvað sé að, en það er ekkert hlustað á mann fyrr en í þriðju heimsókn.
En veistu mikið rosalega er ég alltaf fegin þegar að Ungarnir fara aftur í skólann, ekki bara af því að það þýðir að þeir eru orðnir hressir, nei....ei Ég er bara drullufegin að fá að anda smá, það dregur úr mér alla orku að hafa Ungana veika
Knús og koss til þín yndisleg
Sporðdrekinn, 30.1.2009 kl. 01:22
Æj er litla Haddan búin að vera svona veik.Gott að hún er að hressast.Það er hræðileg tilfinning þegar læknar og séfræðingar véfenga tilgátur okkar með hvað angri börnin okkar.Það getur og ekki bara getur það hefur alvarlegar afleiðingar.Svo mikið hef ég reynt.Það er heldur ekki góð tilfinning að díla við hvor sé bjáninn ég eða læknirinn........
Gaman að vita af því að Íris Hadda fer fallleg og spræk í skólann í fyrramæalið.
Knús yfir hafið
Solla Guðjóns, 30.1.2009 kl. 01:34
Þú ert frábær listakona og frábær mamma. Vertu eins uppáþrengjandi og þú getur í þessu hvorutveggja og þá nærð þú árangri.
Bestu kveðjur til ykkar allra í fjölskyldunni.
Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 30.1.2009 kl. 10:38
Uppáþrengjandi er kostur. lovjú
Hrönn Sigurðardóttir, 30.1.2009 kl. 12:44
Yndislegt elsku Þórdís. Fátt er eins erfitt og veikindi barnanna okkar og oft mikilvægt að þrengja að læknastéttinni á slíkum stundum. Vona að allt litrófið skreyti þessa helgi hjá ykkur.
Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 30.1.2009 kl. 23:07
Tekkji tessa yndislegu tilfinningu ad madur kemur ekki fyrir meyri ástúd á börnin sín en tetta.Tú ert líka yndisleg Zordís mín.
Gudrún Hauksdótttir, 31.1.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.