Skrítið og svo magnað ....

... eitthvað svo undursamlega gegnsætt sem læðir sér nær.

Ég staldra við og hugleiði þessar leyndardómsfullu leiðir sem í boði eru.  Ég get valið, hef það alveg frjálst en þarf að velja og halda mig við það tækifæri sem ég gríp.

Mér líður eins og lítilli stelpu í hvítum bómullarsokkum, opnum rauðum skóm og heimasaumuðum ömmukjól með tígó í hárinu.  Ég held á bambusháf og í hann veiði ég fiðrildi sem hafa öll sína sögu og ómetanleg verðmæti.  

Spánverjinn segir að þegar þú stendur frammi fyrir vali þá sé alltaf best að velja stærsta kláfinn hvort sem hann er fær um að hreyfa sig eður ei.  Ég er alls ekki sammála því styrkur og kjarni er ekki endilega í umfangi.

Framtíðin tifar í makindum, tik tak, tik tak ... nótt og dagur í sumarsins sól.

Þegar við erum leitandi með opinn hug, með allan þann vilja heimsins þá gerast hlutirnir á ógnarhraða.

Kvöldkitl

  Í kvöld ætla ég að kitla anda minn og sjá hvort við finnum ekki gott samkomulag.

Gefum okkur tíma í það sem okkur er kærast.

Ég og andinn sem lifum í sama rými, erum ekki alltaf sammála en líður samt ofurvel með hvort öðru.

Í ljósi skuggans tillum við okkur og þökkum nýjan dag.  Þegar lífið er rétt byrjað samt hafa liðið 40 ár.  Þessi 40 ár hafa liðið mishratt og ég veit að næstu 40 árin í mínu lífi eru undir okkur komin, andanum og mér.

Kvöldkitl er akrýlmynd á striga 20 x 20 gerð á árinu 2008 og er að leita sér að heimili ....

 Þegar allt hefur verið sagt og sumt oftar en ekki þá held ég mig við það að lífið er bara gott


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tikk takk tó ... æ lov jú só.

Kvöldkitl er æðisleg mynd.

Þú ert æðisleg líka.

Knús og kveðjur frá Dodda æði!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 5.2.2009 kl. 13:40

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Love U girl

Ásdís Sigurðardóttir, 5.2.2009 kl. 22:08

3 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Arinbjörn Kúld, 5.2.2009 kl. 23:12

4 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

 Það er eitthvað mjög mikið við þessa mynd.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 6.2.2009 kl. 13:57

5 Smámynd: Dísa Dóra

Alltaf jafn falleg listaverkin þín

Dísa Dóra, 6.2.2009 kl. 15:54

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Góða helgi elsku Þórdís mín og hafðu það gott.

Kristín Katla Árnadóttir, 7.2.2009 kl. 11:38

7 identicon

Lífið er yndislegt ljúft og þess virði að njóta í botn.....  knús

Rósótt (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 12:25

8 identicon

Listaverkin þín gæla við andann, sveifla honum fram og aftur eins og hann sé í hengirúmi, svala þorsta og renna norðurljósunum fyrir vit mín.

Órúleg ertu Zordís mín.  Ó, - mæ hólí.  Valkostir þínir hljóta að vera (að verða) margir.  Þetta er ekki öllum gefið.

Helgarknús og takk fyrir fingurkossinn.

Unnur Sólrún (IP-tala skráð) 7.2.2009 kl. 16:11

9 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Er það nokkuð eðla....? Þetta skrýtna og gagnsæja?

Hrönn Sigurðardóttir, 7.2.2009 kl. 19:36

10 Smámynd: Sporðdrekinn

Sporðdrekinn, 8.2.2009 kl. 02:51

11 identicon

Elín (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 12:01

12 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Þú ert altaf jafn yndisleg i skrifum þínum Zordis mín,

Kristín Gunnarsdóttir, 8.2.2009 kl. 13:07

13 identicon

Kærleikskveðja til þín eðalljúflingur.

Þórdís (IP-tala skráð) 8.2.2009 kl. 14:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband