Lesblindugleraugu, jarðaber og kvennaskvaldur ....

.... það var bara ekkert annað en kvennaskvaldur og hlátur í stofunni minni í dag. Ég fékk mætar konur í heimsókn og við dreyptum á kaffisopa með sætu meðlæti. Ég bjó því miður ekki vel og setti nokkrar piparkökur í oggulitla skál og súkkulaðihúðaðar kaffibaunir í örlítið stærri skál. Maus og mal, ljúft kerlingarhjal fram eftir miðdegi.

Konur geta gleymt sér í skrafi og ég held að það sé bara vegna þess að konurnar sem komu eru sérdeilis lygnar (ljúft sem af þeim dreypir)  ekki svona ljúgarakonur, þið hélduð náttúrulega að ég væri búin að sitja yfir heimagerðum gróum en svo er nú alldeilis ekki.

Liljan færði mér til prófunar lesblindugleraugu, þ.e. umgjörð með lituðu gleri til að kanna hvort það gæti hjálpar ungherranum.  Við ætlum að læra innan skammst og þá munum við prófa hvernig hann fílar sig. 

Gaman Saman 

Hér eru krúttin mín en við vorum að leika okkur (ég var að leika mér) með pennsla.  Tvo tígrisdýr fæddust og okkur þótti sko ekki leiðinlegt að vera til.   

Ég skrapp út í búð að versla smotterý og sá hrikalega flott jarðarber hreint RISASTÓR ...  (svona mouthwatering ber)  Ég ætla að fá mér jarðarber eftir kvöldsnarlið, ekki verra hvað þau eru uppfull af fíbrum sem viðhalda innri líkamsstarfseminni.

Já, og vitiði, ég brá mér í bikiní í dag!!!  Ekki vegna þess að ég fór í sólbað heldur rétt til að æfa mig fyrir sumarið.   

  Lífið bregst ekki frekar en fyrri daginn


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þau eru falleg börnin þín og hún er glettilega lík þér - hún Íris Hödd.

Gott hjá þér að æfa þig fyrir sumarið. Mér líst vel á það - hvur veit nema ég birtist með mitt bikini og við tökum eina æfingu saman með stjörnukrapa í glasi.

Hrönn Sigurðardóttir, 11.2.2009 kl. 21:52

2 Smámynd: Svala Erlendsdóttir

sniðug þessi lituðu gleraugu, minn strákur notar litaða filmu yfir blaðsíðuna sem hann er að lesa. Svo er frábær bókin Náðargáfan lesblinda eftir Ron Davis. kíktu á það

Svala Erlendsdóttir, 11.2.2009 kl. 23:01

3 Smámynd: Solla Guðjóns

Hæj  ég fór á undan á fésið og skrifaði smá klausu þar v/lesblindu.

Sætustu tígrísdýr sem ég hef séð

Solla Guðjóns, 12.2.2009 kl. 00:14

4 Smámynd: Kristín Gunnarsdóttir

Mikið áttu falleg börn og flott listaverkið á andlitum þeirra, ekki að undra. Kærleiksknus

Kristín Gunnarsdóttir, 12.2.2009 kl. 06:46

5 identicon

Takk fyrir mig krútta.........

Rósa (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 09:32

6 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

falleg dýr á fallegum börnum !

KærleiksLjós frá mér

Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 15:24

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Æ hvað þau eru krúttleg.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 12.2.2009 kl. 20:30

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Falleg .börnin þín ljósið mitt

Kristín Katla Árnadóttir, 13.2.2009 kl. 00:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband